Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 181
tveggja ganga með mismunandi stefnu
eins og t. d. í Ytra-Gili og við Reykhús.
Einnig má finna jarðhita í grannbergi
ganga þar sem jarðlög eru sundurlaus
og auðsjáanlega vel vatnsgeng.
Allt jaröhitavatn á Eyjafjarðarsvæð-
inu er að uppruna regn, sem fallið hefur
á hálendinu suður af Eyjafjarðardal og
á svæðinu þaðan alla leið suðsuðaustur i
Vatnajökul. Þetta er í samræmi við
kenningar Trausta Einarssonar (1937,
1942) um uppruna lághitavatns á ís-
landi, en hann vann brautryðjandaverk
á þessu sviði. Samkvæmt þeim sígur
regnvatn um sprungur niður i berg-
grunninn á hálendinu og leitar síðan
undan halla landsins og kemur fram i
laugum og lindum á láglendinu. Hita-
stig vatnsins ræðst fyrst og fremst af því
dýpi, sem það rennur á og rikjandi
hitastigli í jarðskorpunni á viðkomandi
landshluta. Mælingar Braga Arnasonar
(1976) á tvívetnisinnihaldi heita vatns-
ins styðja eindregið líkan Trausta.
Ógerlegt er að segja með vissu til um
það, hvaða leið heita vatnið rennur í
berggrunninum. Helstu vatnsleiðarar í
berglögum á Eyjafjarðarsvæðinu eru
væntanlega sprungur við ganga og mis-
gengi, svo og grófur hraunkargi, sem
fylgir sumum laganna. Helstu óvatns-
gengu lögin eru innri hlutar þéttra bas-
althrauna og fingerð setlög. Ljóst er
að vatnsleiðni jarðlagastaflans hlýtur
að vera mun meiri samsíða lagskipting-
unni heldur en þvert á lögin. Að öllu
jöfnu ætti því lárétt lekt að vera meiri
samsíða strikstefnu jarðlaga heldur en
þvert á hana. Nú hallar jarðlögum við
Eyjafjörð til suðurs eða suðausturs og
ætti sá halli því að torvelda grunn-
vatnsstrauminn úr suðri. Ganga- og
misgengjastefna liggur aftur á móti
nokkurn veginn norður-suður samsíða
grunnvatnsstraumnum og ætti að auð-
velda rennsli heits vatns ofan af há-
lendinu. Sú staðreynd að flestar laugar á
Eyjafjarðarsvæðinu eru tengdar göng-
um styður þá hugmynd enn frekar að
meginrennslisleið jarðhitavatns til
svæðisins sé eftir göngum og misgengj-
um.
Engin einhlít skýring er aftur á rnóti
til á því, enn sem komið er, hvers vegna
heitt vatn streymir frekar upp á liinu
afmarkaða Eyjafjarðarsvæði en annars
stáðar á rennslisleið heita vatnsins. Af
einhverjum orsökum hlýtur lekt bergs-
ins að vera meiri undir jarðhitasvæðinu
heldur en utan þess og heita vatnið nær
þess vegna að streyma upp til yfirborðs.
Væntanlega veldur þessu einhver högg-
un jarðlaga, sem ekki sést á yfirborði.
Hefur í þessu sambandi verið stungið
upp á því að á þessum slóðum skærust
tveir gangasveimar misgamlir og með
mismunandi stefnu (Freyr Þórarinsson,
1977). Breytingar á ríkjandi ganga-
stefnu frá norðri til suðurs eftir Eyjafirði
gæti stutt þessa hugmynd.
Austan Vaðlaheiðar eru tengsl jarð-
hitasvæða, höggunar og jarðlagahalla
mun gleggri og auðskiljanlegri heldur
en í Eyjafirði. Halli jarðlaga er aust-
lægur og á grunnvatnsstraumur úr suðri
því auðveldari leið samsíða strikstefn-
unni til norðurs. Misgengjabeltið, sem
liggur um Reyki og Stóru-Tjarnir, hefur
svipaða stefnu og grunnvatnsstraumur-
inn, sem einnig auðveldar rennslisleið-
ina. Vatnsmesta jarðhitasvæðið á þess-
um slóðum er við Reyki jjar sem mis-
gengjabeltið og hin mjög hallandi jarð-
lög austan í Vaðlaheiðinni skerast og er
lekt jarðlaga þar væntanlega góð af
þeim sökum.
323