Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 179
ingar og brot jarðlagastafla ásamt hæð-
ar- og hallabreytingum, sem oft verða, er
einu nafni kallað höggun. Hana verður
að hafa í huga við jarðhitaleit og rann-
sóknir jarðhitasvæða á blágrýtissvæðum
landsins. Jarðfræðikortlagning á Mið-
norðurlandi með öflun heits vatns í
huga beindist því einkum að því að
kanna höggun jarðlaga.
Hraunlög á Miðnorðurlandi í grennd
við Akureyri má greina í tvær syrpur.
Hafa þær verið nefndar Eyjafjarðar-
basalt og Kinnarfjallabasalt. Eyjafjarð-
arbasaltið er eldra og gengur undir hið
síðarnefnda í Fnjóskadal. Halli jarðlaga
við norðanverðan Eyjafjörð er um 5° til
suðurs en sunnan við Akureyri er hali-
inn meira til suðausturs. Austan í
Vaðlaheiðinni breytist halli jarðlaga og
verður austlægur og er allt að 20° þar
sem Eyjafjarðarbasaltið stingur sér
undir Kinnarfjallalögin.
Ekki er unnt að skoða ganga við
Eyjafjörð nema í árfarvegum og giljum
þveráa Eyjafjarðarár svo og á einstaka
stað í fjallshlíðum. Á öðrum stöðum er
berggrunnurinn hulinn jarðvegi og
lausum yfirborðslögum. Athugun hefur
leitt í ljós að gangar eru allmargir og
nema þeir um 5 — 7% af heildarrúmmáli
bergsins. Við Ytri-Þverá, Glerá og í
Ytra-Gili er ríkjandi gangastefna um
10° til austurs frá réttvísandi norðri
(N10°A). Gangar með þessa stefnu eru
einnig algengir innar í dalnum. Enn-
fremur hafa margir gangar með vest-
læga stefnu, um N10—20°V, fundist við
Hrafnagil og Laugaland. Þegar enn
sunnar kemur, í Þverá syðri, virðist
norðlæg stefna vera einna algengust.
Einstakir gangar hafa stefnu verulega
frábrugðna þessu, eða allt upp í 40° til
austurs eða vesturs frá norðri. Dæmi um
það er gangur eftir Glerárgili og gangur
í Ytra-Gili.
Gangahalli við Eyjafjörð er yfirleitt
um 5 — 6° til vesturs frá lóðlínu og
standa þeir því nokkurn veginn horn-
réttir á jarðlögin. Þykkt þeirra er mis-
munandi. Algengastir eru gangar um
1—3 m á þykkt en allt að 10 m þykkir
gangar hafa fundist á þessum slóðum.
Misgengi sjást vart í grennd við jarð-
hitasvæðið um miðbik Eyjafjarðar enda
sést á fáum stöðum í berggrunninn.
Aftur á móti sjást stór misgengi, sem
háfa stefnu N 10°A, í fjöllunum suður af
Akureyri og í utanverðri Vaðlaheiði. í
Fnjóskadal er mikið misgengjabelti, sem
hefur sömu stefnu og liggur það um
Reyki og Stóru-Tjarnir í Ljósavatns-
skarði. Á 1. mynd eru sýndir helstu
drættir jarðfræði þessa svæðis.
Jarðhiti — rennslisleiðir
heita vatnsins
Jarðhiti er allvíða í grennd við Akur-
eyri. Heitustu og vatnsmestu laugarnar
eru á svæði sunnan Akureyrar, sem af-
markast nokkurn veginn af Ytri-Tjörn-
um og Grýtu austanmegin í dalnum og
af Hrafnagili og Kristnesi að vestan.
Ekki er til eitt nafn á þessu jarðhita-
svæði en oft hefur verið talað um jarð-
hitasvæðið um miðbik Eyjafjarðar eða
einfaldlega Eyjafjarðarsvæði og verður
það gert hér til hagræðingar. Lftan þessa
svæðis er víða jarðhita að finna bæði
sunnar og utar í dalnum, en rennsli er
þar yfirleitt minna og hitastig lægra. Á
1. mynd eru sýndir jarðhitastaðir í
grennd við Akureyri. Laugarnar virðast
langvíðast vera tengdar berggöngum.
Vætlar heita vatnið gjarnan upp með
þykkum grófkenndum göngum. Víða
má sjá tengsl jarðhita við skurðpunkt
321
21