Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 140
það rennsli sem næst með sjálfrennsli úr
holum og rennsli lauga uv fyrir borun.
Oftast er aukningin veruleg. Fyrir bor-
un var u = 0 og uv=u, = u0 þ. e.
S,j(po—p,) = S,p,. Hlutfallsleg aukning í
rennsli hefur því orðið
u _ s»Po _ (Sq+SJP! _ Sq
uv SiP, S,p, s,
Aukningin ákveðst af hlutfalli rennslis-
stuðlanna S0 og S,. Ef lekt og þver-
skurðarflötur gangsins breytast ekki eft-
ir honum endilöngum ætti hlutfall
rennslisstuðlanna að vera jafnt hlutfall-
inu d,/d0 í 5. mynd og aukningin að
geta orðið þeim mun meiri sem borhol-
an er dýpri. Oft virðist það þó ráða
meiru, að lekt gangsins er miklu tregari í
þeim rásum, sem næstar eru yfirborði
vegna kísilútfellinga og fíngerðs leirs,
sem þar sest í sprungur (Trausti Einars-
son 1942). Við þær aðstæður nægja
grunnar holur til að margfalda rennslið.
(Sjá nánar í grein Gunnars Böðvarsson-
ar 1951). Ef sjálfrennsli úr holum þykir
ekki nægilegt, er oft gripið til þess ráðs
að sökkva dælum niður í holur. Þrýst-
ingur í ganginum móts við holurnar
lækkar þá af völdum dælingar, svo að
vatnið nær ekki lengur yfirborði sjálf-
krafa. Þrýstingur þar verður p, = -pj''O,
þar sem pd er eins konar undirjorýsting-
ur, sem gefur til kynna hve mikið vantar
á, að vatnið nái að stíga til yfirborðs
jarðar. Rennslið úr holunni verður nú
ud=So(Po+Pd) + S,pd
Fyrri liðurinn er vatn sem kemur upp
ganginn en seinni liðurinn vatn, sem
dælan dregur niður frá laugasvæðinu.
Þessari tækni er nú beitt í rekstri margra
vinnslusvæða fyrir hitaveitur með
ágætum árangri. Á Reykjum og í
Reykjahlíð í Mosfellssveit er t. d. dælt
upp um 1000 1/s að jafnaði á ári (Þor-
steinn Thorsteinsson, pers. uppl.), en
upprunalegt rennsli hvera var aðeins
um 106 1/s (Helgi Sigurðsson 1937). f
fyrstu óttuðust menn, að undirþrýst-
ingurinn af völdum dælingar gæti Ieitt
til jness, að kalt vatn frá yfirborði kæmist
inn í holur og kældi þær, en sá ótti hefur
reynst ástæðulítill á þessu svæði. Lang-
varandi vatnsvinnsla veldur hins vegar
hægfara lækkun á þrýstingi p() í að-
færsluæðum ganga og sprungna og
auknu aðstreymi frá víðáttumeira lá-
réttu kerfi.
HRÆRING VATNS Á
UPPSTREYMISSVÆÐUM
Hér á undan höfum við lýst upp-
streymi um ganga og sprungur, sem er
knúið af yfirþrýstingi heita vatnsins.
Hins vegar gátum við þess í kaflanum
um hræringu vatns, að á svæðum með
sæmilega lóðrétta lekt getur uppstreymi
komist á, án þess að vera knúið af yfir-
þrýstingi. Á svæði með 60°C/km hita-
stigli gat hræring byrjað í efstu 1000 m,
ef lóðrétt lekt var yfir 80 millidarcy og á
1500—2500 m dugðu 8 millidarcy
vegna hita vatnsins.
Ef heita vatnið á greiða útrás í laug-
um á yfirborði, getur kalt vatn sigið
niður í stað |:>ess sem tapast og hring-
rásin kallast opin. Oftar hagar þó svo til,
að efstu berglög eru þéttari og varna
útstreymi, en uppstreymisvatnið breið-
ist út undir þeim, kólnar og sígur aftur
niður. Niðurstreymið fer að líkindum
fram á mun stærra svæði en upp-
streymið, rennslið er hægara og lætur
sér nægja tregari lekt en uppstreymið.
Innstreymi heits vatns frá hálendi virkar
hvetjandi á þessa hræringu og hring-
rásarkerfið fær vatnshita, sem er vegið
meðaltal af hita innstreymisæða. Vegna
282