Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 191
Valgarður Stefánsson:
Rannsóknir á háhitasvæðinu í
Kröflu
INNGANGUR
Þó að nýting jarðhita á Islandi sé nú
orðin um þriðjungur af orkunotkun
þjóðarinnar, hefur nýting á íslenskum
háhitasvæðum gengið tiltölulega hægt.
Fyrstu áætlanir um háhitanýtingu
snerust um svæðið í Olfusdal norðan
Hveragerðis, en rannsóknir og boranir
þar fyrir 20—30 árum leiddu til þess að
þar var 30 MW raforkuver komið á
verkhönnunarstig árið 1963. Til fram-
kvæmda kom þó ekki þar sem Búrfells-
virkjun varð fyrir valinu sem næsta
virkjun. Háhitanýting á Islandi hófst
því ekki að neinu marki fyrr en með
tilkomu kísilgúrverksmiðjunnar í Mý-
vatnssveit árið 1967. Þar er nýtt gufa úr
Námafjallssvæðinu til að þurrka
kísilgúr sem tekinn er upp af botni Mý-
vatns.
Á áttunda áratugnum hefur komið til
nýting háhita bæði í Svartsengi og í
Kröflu. I Svartsengi er gufan fyrst og
fremst^notuð til að hita upp ferskt vatn
til Hitaveitu Suðurnesja, en í Kröflu er
raforkuframleiðsla á dagskrá. I þessari
grein er fjallað um Kröflusvæðið frá
jarðhitalegu sjónarmiði, þar sem raktar
eru þær jarðhitarannsóknir sem gerðar
hafa verið þar, og hvaða niðurstöður
þær hafa gefið.
SÖGULEG FRAMVINDA
Samræmdar jarðhitarannsóknir hóf-
ust á Kröflusvæði um 1970, og beindust
rannsóknir í fyrstu bæði að Námafjalli
og Kröflu. Voru rannsóknir miðaðar við
að setja upp raforkuver á öðrum hvor-
um staðnum. Boranir hófust þó ekki í
Kröflu fyrr en 1974, en þá var orðið
mjög aðkallandi að reisa raforkuver í
þessum landshluta til að fullnægja
orkujtörfinni.
Menn greinir á um hvers vegna mál
þróuðust í Kröflu eins og þau gerðu, en í
stórum dráttum var staðan sú að eftir
svokallaða Laxárdeilu var ekki fyrir
hendi svo vel rannsakaöur virkjunar-
kostur í þessum landsliluta, að hægt
væri að virkja með stuttum fyrirvara, en
þörf á raforku allnokkur. Einhverra
hluta vegna fóru menn að gæla við þann
möguleika að það tæki skemmri tíma að
rannsaka og reisa jarðgufuvirkjun held-
ur en vatnsaflsvirkjun. Kostir jarðgufu-
virkjunar voru líka þeir, að stærðin
hentaði almennum markaði betur en
vatnsaflsstöðvar á þessu svæði, ef
stækkun Laxár var frátalin.
Á árunum 1974—1975 voru teknar
ýmsar ákvarðanir, sem seinna höfðu af-
drifaríkar afleiðingar. Ákvörðun um
virkjun í Kröflu var í raun tekin áður en
Náttúrufræðingurinn, 50 (3—4), 1980
333