Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 40
vandséð nokkur regla í dreifingu hans,
né heldur í einkennum jarðhitasvæð-
anna. Einna minnst er um jarðhita
vestast á Vestfjörðum, þar sem holu-
fylling bergs er hvað minnst og lekt þess
þvi nokkur a. m. k. ofan sjávarmáls.
Dæmi eru um að rennsliskerfin séu
tengd berggöngum, t. d. í Inndjúpi, þar
sem gangasveimur liggur upp i Glámu-
hálendið. Stundum eru þau tengd mis-
gengjasveimum, sem stefna þvert á ríkj-
andi strik berglaga og ganga, t. d. í
Strandasýslu norðan Steingrímsfjarðar,
þar sem NNV-læg misgengi virðast
leiða heita vatnið undan Drangajökuls-
hálendinu. Likt hagar til i Tálknafirði
og Súgandafirði þar sem jarðhitinn
fylgir NV-SA-lægum sprungunt, sem
einnig ganga þvert á strik jarðlaga og
bergganga (1 1. mynd).
Borgarfjörður
Stærsta og öflugasta lághitasvæði
landsins er i uppsveitum Borgarfjarðar.
Frjálst rennsli úr hverum nemur um 400
1/s af 80—100°C heitu vatni auk minni
hvera og lauga undir 80°C. Jarðhita-
svæði þetta er i tertíeru blágrýtismynd-
uninni og skýtur þar skökku við jaað sem
áður var sagt um lítt vatnsgengt berg á
slíkum svæðum. Tvívetnismælingar
Braga Árnasonar (1976) benda til að
uppruna heita vatnsins |:>ar sé að lcita í
norðaustur- eða austurátt á Arnar-
vatnsheiði og uppi við Eiríksjökul. Strik
jarðlaga, bergganga og hinna eldri mis-
gengja á jarðhitasvæðinu er NA-SV
nálægt Iíklegustu rennslisstefnu að-
streymisins. I bergstaflanum á j^essu
svæði koma fyrir jnykk lög af árseti og
vatnaseti (Lúðvík S. Georgsson o. fl.
1979), en ekki er vitað, hvort jtau skipta
miklu máli sem vatnsleiðarar. Ungar
brotalínur ganga í gegnum jarðhita-
svæðið með meginstefnu NV-SA og
fylgja jaeim flest stærstu hverasvæðin
(12. mvnd).
I Borgarfirði virðist jnannig margt
leggjast á eitt til að skapa skilyrði fyrir
hinn mikla jarðhita: Millilagasyrpur
með miklu holrými, strik berglaga,
ganga og misgengja NA-SV í átt að
meginhálendinu (aðstreymisrásir?) og
loks virkar sprungur jjvert á rennslisleið
heita vatnsins sem opna |tví leið upp til
yfirborðs á sjálfu jarðhitasvæðinu.
Suðvestur- og Suðurland
Lághitasvæðin á Suðvesturlandi og
Suðurlandi eru sérstök vegna mikilla
móbergs-, bólstrabergs- og setbergslaga,
en þau mynda sumsstaðar um helming
bergstaflans. Þessi lághitasvæði eru
nærri jaðri virka gliðnunarbeltisins þar
sem hitastigull er hvað hæstur. Berg-
lagastrikið er samsíða gliðnunarbeltinu
og berglögum hallar í átt að jnví frá
báðum hliðum nema allra austast á
Suðurlandi jtar sem halli er norðlægur.
Vestan megin er bergstaflinn skorinn
af aragrúa misgengja og bergganga með
NA-SV stefnu. Hvers eðlis sem vatns-
leiðararnir kunna að vera hnigur allt að
einu um að heita vatnið þar komi úr
norðausturátt eins og tvívetnismælingar
benda til (Bragi Árnason 1976). Á upp-
streymissvæðum heita vatnsins í grennd
viö Reykjavík fæst vatn nánast í hverri
holu, og þykir sannað að vatnsæðarnar
fylgi lögum og lagamótum (Jens
Tómasson o. fl. 1975). Vinnslusvæði
Ilitaveitu Reykjavíkur í Reykjavík og
Mosfellssveit eru í jöðrum rofinna
megineldstöðva (Ingvar Birgir Friðleifs-
son 1975). Þar eru berglögin umturnuð
og viða bratt hallandi, en um miðbik
182