Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 49
Tómasson 1976a, 1976b; Jens Tómas-
son og Hrefna Kristmannsdóttir 1972,
1976). Samantekt okkar er að mestu
byggð á rannsóknum þeirra.
Yfirleitt er aðeins hluti bergs í jarð-
hitakerfum ummyndaður. Fer það þó
mjög eftir berggerð. Ummyndun verður
aðeins þar, sem heita vatnið kemst í
snertingu við bergið. Túfflög og annað
smákorna molaberg ummyndast oft að
miklu leyti. Hins vegar er ummyndun á
heillegu, kristölluðu basalti oftast
bundin við sprungur. Ummyndun vex
með hækkandi hitastigi og er því mun
útbreiddari í háhitakerfum en í lág-
hitakerfum.
Til þessa hefur nær eingöngu verið
borað í basískt berg á jarðhitasvæðum
hérlendis. Eftirfarandi umræða tekur
því eingöngu til ummyndunar á slíku
bergi.
Frumsteindir basalts (ólivín, pyroxen,
plagíóklas og ýmis járnoxíð) og gler eru
mjög misnæm fyrir ummyndun. Glerið
eyðist fyrst. Upphaflega vatnast það og
oxast, en umkristallast siðar yfir í ýmsa
zeólíta og leir (smektít), ef hitastig er
fremur lágt. Við hærri hita kemur
steindin klórít í stað leirsins. Af frum-
steindunum er ólivín viðkvæmast fyrir
ummyndun. Breytist það fyrst í idding-
sít, en síðar í leirsteindir. Pýroxen um-
breytist sömuleiðis í leir, en yfirleitt þó
aðeins að hluta. Eingöngu í mjög um-
mynduðu bergi í borholum á sumum
háhitasvæðum er allt pýroxenið eytt.
Plagíóklas sýnir mest viðnám gegn um-
myndun. Á lághitasvæðum er það yfir-
leitt óbreytt, en hefur tilhneigingu til að
breytast í albít á háhitasvæðum. Auk
þess myndast epídót og fleiri kalsíum-ál
steindir úr plagíóklasinu. Magnetít og
aðrir málmar hafa tilhneigingu til að
eyðast fyrir áhrif jarðhitavatns, einkum,
að því er virðist, þegar um háhita er að
ræða. Eyðing magnetíts leiðir til þess, að
segulmögnun bergsins dofnar og verður
því lægð í segulsviðinu, þar sem
magnetítsnautt ummyndað berg liggur
undir yfirborði.
þekktur er fyrir seltu. Styrkur efna er í mg/lítra. — Analyses of geothermal waters in
Al Ft C02 S04 Hfi Cl F Uppi efni Rennsli kg/sek. Varmi kj/kg
0.06 0.269 988 23.2 33.15 18670 0.17 31990 50.0 1250
0.08 0.016 730 41.3 380.0 14.1 0.36 765 45.0 1065
0.10 0.017 685 164.3 69.8 23.6 0.74 1045 40.0 1036
0.13 0.008 153 42.1 23.19 105.5 1.75 737 80.0 767
0.24 0.266 157 55.3 5.40 263.8 2.97 971 8
0.18 0.018 17.5 19.4 0.41 36.4 0.82 345 25
<0.01 0.052 6.5 204.8 0.27 670.8 0.87 1636 20
0.10 0.013 17.3 8.0 0.04 9.6 0.19 188 18
0.17 0.014 17.5 38.9 0.09 11.3 0.39 248 43
0.04 0.043 16.9 3.9 0.05 6.0 0.22 90 0.5
0.01 0.018 13.3 297.6 <0.01 2460 0.82 4366 1
0.11 0.021 22.8 56.2 0.53 36.0 2.59 390 150
0.27 0.010 44.4 58.7 1.34 25.0 1.50 388 3.4
0.017 136.8 117.0 0.86 132.4 8.66 1159 2.2
var boruð vegna áætlana um hitaveitu fyrir Akranes. Horfið var frá nýtingu á þessum stað,
m. a. vegna óæskilegs efnainnihalds í heita vatninu, sem orsakaði kalkútfellingar. sBorholan
er nýtt fyrir Hitaveitu Akureyrar. hHverinn verður nýttur fyrir Hitaveitu Borgarfjarðar.
191