Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 112
Á síðasta áratug hafa bæst við þrír
borar í jarðhitaborflotanum. Árið 1971
er keyptur bor af Wabco gcrð sem kall-
aður er Glaumur. Árið 1975 kemur
stærsti jarðbor landsins, Jötunn, og ári
síðar borinn Narfi. Allir þessir borar
hafa komið mikið við sögu jarðhitanýt-
ingar.
Á 1. mynd eru sýnd stærðarhlutföll
þeirra bora sem nú eru notaðir við jarð-
hitaboranir. Samanlögð bordýpt allra
jarðhitaborhola er nú aö nálgast 400 km
svo sem sjá má á 2. mynd. Samfelld
stígandi hefur verið í jarðborunarstarf-
seminni eins og sjá má af því að jafn-
mikiö hefur veriö borað á siðastliðnum
sjö árum og boraö var á 44 árum þar á
undan. Þetta má einnig orða þannig að
heildarbordýpt tvöfaldist á 7—8 ára
timabili.
1. mynd. Stærðarhlutföll og mesta bordýpt
þeirra bora, sem nú eru notaðir við jarö-
hitaboranir. — Schematic diagram of the size
and maxunum drilling depth of rigs used for
geothermal drilling in Iceland.
HVERS VEGNA ER BORA-Ð
EFTIR JARÐHITA
'I’ilgangur jarðhitaborana er að
kanna jarðhitasvæði og til þess að ná úr
þeim heitu vatni eða gufu, eða „búa til
nýjan hver“ eins og þeir Eggert og
Bjarni urðu fyrst vitni að í Krísuvík árið
1756. Þá vaknar sú spurning hvort ekki
sé nóg að nota heita vatniö úr öllum
þeim hverum og laugum sem eru út um
allar sveitir og sleppa þessum dýru bor-
unum. Svariö við (jessari spurningu er
neitandi. Stafar jiað af tvennu. Veiga-
mesta ástæðan er sú að með borunum er
hægt að fá mun meira af heitu vatni eða
gufu til yfirborös en það sem sprettur
fram í laugum og hverum. Hin ástæðan
er sú, að ekki cr hægt að flytja jarðhita-
vatn með hagkvæmni nema tiltölulega
skamma vegalengd. Þar sem markaður
cr fyrir jarðhitavatn er því farið í jarð-
hitaleit, eins og fjallað er um í öðrum
greinunt í þessu hefti. í nokkrum tilvik-
um hefur verið hægt að ná i heitt vatn
með borunum |tó ekki hafi verið sjáan-
legur jarðhiti á yfirborði.
Einstaka borholur eru boraðar ein-
göngu til þess að kanna varmastreymi
og hitaástand í jarðskorpunni. Þessar
holur, kallaðar hitastigulsliolur, eru
staðsettar |Dannig að sem minnstar líkur
séu á að úr þeim komi heitt vatn, til jjess
að fá sem besta ákvörðun um hvernig
hitastig bergsins eykst með dýpi. Hita-
stigulsborholur eru yfirleitt grunnar
(um 100 m) og grannar, til jDess að
kostnaður verði ekki mikill. Tiltölulega
fáar holur eru boraðar á íslandi ein-
göngu í rannsóknarskyni. Hins vegar
gefa allar jarðhitaboranir aukna þekk-
ingu á jarðhitanum og nýtast J^annig í
rannsóknum á jaröhita.
254