Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 30
eldvirkni og upphleðsla er hvað mest. Upptök jarðskjálfta vestan Kleifarvatns fylgja rák með
ANA-VSV stefnu sem liggur gegnum háhitasvæðin. Hveragerðissvæðið er í sprungusveimi
með N-S stefnu. Reykjasvæðið í Mosfellssveit (lághitasvæði) liggur í NA-framhaldi af
Krísuvíkursveimnum. Sprungusveimarnir og jarðhitinn er teiknað eftir jarðfræðikorti af
SV-landi 1:250.000 (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson (1980). Skjálftabeltið er
eftir Klein o. fl. (1977). — Geothermal activity in the Reykjanes Peninsula. High temperaturc fields are
reslncled to fissure swarms where volcanic activity is most intense. Earthquake eþicenters follow a belt that
extends towards WSW from Lake Kleifarvatn and þasses through the high lemperature areas. The
Hveragerdi area lies on a fissure swarm which extends N-S. The low temþerature area Reykir (toþ of maþ)
in Mosfellssveil is located in NE continuation of the Krísuvík fissure swarm. Based on Saemundsson and
Einarsson (1980) and Klein et al. (1977).
nesskaga endilöngum gengur mjótt
jarðskjálftabelti, sem nálgast æ meir að
vera þvergengissprunga eftir því sem
austar kemur (Klein o. fl. 1977).
Sprungusveimarnir liggja skáhallt yfir
jarðskjálftabeltið hver fram af öðrum,
og háhitasvæðin liggja þar sem sveim-
arnir skera skjálftabeltið (7. mynd).
Tvö háhitasvæði eru á mörkum þess
að geta talist liggja innan virku gosbelt-
anna, Hveragerðissvæðið og Geysis-
svæðið. Þau eru ekki tengd virku eld-
stöðvakerfi, og rof má sín þar meira en
upphleðsla. I rofnum dölum inn af
Hveragerði og í Bjarnarfelli má sjá
glöggan vott þess að bæði þessi háhita-
svæði eru í megineldstöðvum, sem
hættu að gjósa á næstsíðasta jökulskeiði
eða fyrr.
I Töflu I er dreginn saman ýmis fróð-
leikur um háhitasvæðin. Þar sést að
samanlagt flatarmál þeirra er rúmir 400
km2, en þau eru mjög misstór, um og
innan við 1 km2 þau minnstu, en yfir
100 km2 þau stærstu. Eldstöðvakerfin,
sem þau fylgja, hafa með fáum undan-
tekningum verið virk á jarðsögulegum
nútíma, þó í mismunandi miklum mæli.
Geysissvæðið, Kerlingarfjöll, og Vonar-
skarð eru laus við eldvirkni á þessu
172