Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 53
sömu átt, en ekki jafnafgerandi. Það eru
þessar útfellingar súlfíðsteinda, sem or-
saka aukningu á brennisteini í um-
mynduðu bergi.
Tvær skýringar eru til á uppruna
brennisteins í ummyndaða berginu.
Önnur er sú, að útskolum úr basalti
neðan og utan uppstreymisrása komi
þar til. Hin skýringin, sem er talin lík-
legri, er sú, að brennisteinninn sé kom-
inn með gufum úr kvikuþróm og/eða
heitum innskotaþyrpingum. Sé hita-
stigið mjög hátt (yfir um 700°C) berst
brennisteinninn frá innskotum að mestu
sem Sö2, en sem H2S við lægri hita.
Minna er vitað um kolefni í um-
mynduðu bergi en brennistein. Þar sem
kalsít er mjög algeng steind í ummynd-
uðu bergi, sér i lagi í uppstreymi undir
háhitasvæðum, er þó ljóst, að mikil
aukning hefur orðið á þessu efni í berg-
inu samfara ummyndun. Kalsít getur
numið allt að 20% af berginu miðað við
rúmmál og af þessu kalsiti eru 12% kol-
efni miðað við þunga, eða um 2% af
berginu miðað við þunga. I fersku bas-
alti er styrkur kolefnis nokkur hundruð
ppm. Kolefnið i ummynduðu bergi er
talið upprunnið úr kviku eins og
brennisteinninn. Sú aukning, sem orðið
hefur á styrk kolsýru í jarðhitavatninu i
Kröflu í kjölfar eldsumbrotanna, sem
hófust 1975, rennir sterkum stoðum
undir þessa skýringu (Stefán Arnórsson
og Gestur Gislason 1976, Gestur Gísla-
son o. fl. 1978).
Jarðhitavatn er talið að mestu eða
öllu leyti regnvatn að uppruna. Hlutföll
súrefnis- og vetnisísótópa i úrkomu eru
þekkt. Þau eru háð því hitastigi, sem
uppgufun verður við, og hversu langt
frá og hátt yfir sjó úrkoman fellur.
Hlutföll sömu isótópa i basalti eru önn-
ur en i úrkomu. Gildir sama um aðrar
bergtegundir. Efnahvörf milli regnvatns
og bergs, sem lýsa sér í ummyndun, geta
valdið og valda oft verulegum breyt-
ingum í ísótópahlutföllunum i berginu.
Að þvi er jarðhitarannsóknir varðar eru
breytingar, sem taka til súrefnisísótópa,
sérstaklega áhugaverðar. Þær má nota
til þess að meta, hversu mikið vatns-
magn hefur streymt gegnum rúmmáls-
einingu af bergi, þegar það var að um-
myndast. Rannsóknir hafa nýlega verið
gerðar á súrefnisísótópum í ummynd-
uðu bergi úr borholum í Reykjavík,
Kröflu og Reyðarfirði (Hattori og
Muehlenbachs 1980). Þær sýna, að
mikill mismunur hefur verið á vatns-
magni því sem streymdi gegnum bergið
á þessum þremur stöðum á meðan það
var að ummyndast. í Kröflu hefur átt
sér stað mikið gegnumstreymi vatns.
Hlutfallið vatn/berg miðað við þunga
er þar yfir 10. A hinum stöðunum er um
mun minna gegnumstreymi vatns að
ræða. Þar er hlutfallið vatn/berg á bil-
inu 0.1—0.2. Frekari rannsóknir á þessu
sviði eru mjög áhugaverðar til þess að
meta það heildarvatnsmagn, sem
streymt hefur gegnum einstök jarðhita-
kerfi á ævitíma þeirra. Það leyfir aftur á
móti mat á heildarorkumagninu og því,
hversu mikill hluti varmans að neðan
hefur safnast fyrir til þess að mynda
jarðhitageymi og hversu mikill hluti
hefur tapast við náttúrlegt útstreymi.
YFIRBORÐSUMMYNDUN Á
HÁHITASVÆÐUM
Til þessa hefur eingöngu verið fjallað
urn ummyndun i berggrunni. Á yfir-
borði háhitasvæða verður ummyndun,
sem er allt annars eðlis. Hún ræðst af
uppleysingu bergsins fyrir áhrif súrs
195