Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 88

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 88
má reikna með að varmaleiðni efnis á ákveðnu svæði sé litlum breytingum undirorpin frá einum stað til annars. Sé svo er nægjanlegt að mæla hitastigulinn til þess að finna varmastreymið og draga fram lögun og útlinur jarðhita- svæðis. Við könnun smærri afmarkaðra jarð- hitasvæða (bæði há- og lághitasvæða) er stundum mælt hitastig á u. þ. b. 'h m dýpi í þéttu neti, með um 5—10 m möskvastærð, yfir allt svæðið. Þannig er unnt á fljótlegan og auðveldan hátt að afmarka útlínur jarðhitasvæðis á yfir- borði. Einnig má finna með þessari að- ferð misfellur, svo sem sprungur eða ganga, sem faldar eru undir lausum jarðlögum en leiða heita vatnið til yfir- borðs. Mælingar af þessu tagi eru fram- kvæmdar með rafhitamæli þar sem hitaviðnámi er komiö fyrir í endanum á eins metra löngum staf, svonefndum yl- kanna. Stafurinn er rekinn niður á 'h m dýpi og viðnámið mælt i hitaviðnáminu þegar endi stafsins hefur náð hitastigi umhverfisins. A 1. mynd má sjá niður- stöður mælinga gerðra með ylkanna á jarðhitasvæðinu að Reykjum í Fnjóska- dal. Þessar mælingar voru gerðar sum- ariö og haustið 1979 til þess að kanna útbreiðslu jarðhitasvæðisins og reyna að finna meginuppstreymisrás heita vatns- ins. Hitastig á 'h m dýpi nær frá u. þ. b. 6°C og upp í 60°C. Önnur aðferð til þess að meta varmaútgeislun frá jarðhitasvæðum hefur verið reynd bæði hér á landi og erlendis, en það er taka innrauðra ljós- mynda úr flugvélum. Aðferðin skynjar ekki nema rétt niður í efstu jarðlögin (efsta metrann) og er háð margs háttar truflunum frá breytilegu yfirborði jarð- ar. Innrauð myndataka er því vart not- hæf til kortlagningar smærri svæða þar sem mikillar nákvæmni er krafist en gæti komið að góðum notum við rann- sókn varmastreymis á háhitasvæðum og stærri landssvæðum. Með ört vaxandi tækniþekkingu og notkun gervitungla til myndatöku má vænta þess að myndataka, bæði innrauðra mynda og annarra, muni verða notuð við jarðhita- rannsóknir í framtíðinni. Mælingar á hitastigli og varmaleiðni í jarðvegi gefa aðeins upplýsingar um hluta þess varma er berst frá jarðhita- svæðum. Mikil varmaorka tapast við uppgufun úr hverum og laugum, við gufuútstreymi og með heitu vatni, sem rennur burt á yfirborði. Auk þess hlýtur varmi að berast burt neðanjarðar með grunnvatni sem rennur um jarðhita- kerfið. Erfitt er að meta þessa þætti, þó er unnt að mæla rennsli úr hverum og Iaugum svo og uppgufun (gufuút- streymi) á takmörkuðum svæðurn. Það varmamagn sem berst burt með grunn- vatni verður vart metið með nokkurri vissu nema upplýsingar séu fengnar úr borholum um lekt og grunnvatns- rennsli. Reynt hefur verið að meta náttúrlegt varmatap háhitasvæða bæði hér á landi og erlendis með því að taka tillit til allra þessara þátta. Niðurstöð- urnar eru mjög mismunandi og verður að telja aðferðina ófullkomna enn sem komið er. Areiðanlegar tölur eru aðeins til um eitt háhitasvæði, en það eru Grímsvötn í Vatnajökli. Út frá bráðnun jökulsins hefur Helgi Björnsson (1974.) fundið náttúrulegt varmatap vera um 5000 megavött. Þetta er margfalt hærri tala en áætluð hefur verið fyrir flest önnur háhitasvæði. Skýringin er vænt- anlega sú að varminn berist mun greið- ar til yfirborðs með hringrásarstreymi 230
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.