Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 14
9. mynd. Séð yfir hluta Óhappstjarnar við Mývatn. Á botni tjarnarinnar eru rákir eftir kafendur, en þær plægja leðjuyfirborðið í fæðuleit. — A view over a pond near Mývatn. Dark furrows on its bottom were made by feeding diving ducks. (MyndIphoto Árni Einarsson). vatninu og leita í átt til næsta lands. Þar með nýtast þær fuglum sem ná ekki lirfum af vatnsbotninum. í þann mund sem flugurnar skríða úr púpu- hýðinu í vatnsyfirborðinu þyrpast að gráendur (Anas tegundir), kríur (Sterna paradisaea), óðinshanar (Phal- aropus lobatus) og hettumáfar (Larus ridibundus), en á landi taka við þeim ótal vaðfuglar og spörfuglar, s.s. spóar (Numenius phaeopus), stelkar (Tringa totanus), lóuþrælar (Calidris alpina), þúfutittlingar (Anthus pratensis), skógarþrestir (Turdus iliacus), maríu- erlur (Motacilla alba) og sólskríkjur (Plectrophenax nivalis). Nýklaktar flugur eru einnig mikilvægar fyrir and- arunga á fyrstu dögum ævinnar. Hver mýflugutegund hefur sinn sérstaka klaktíma (sbr. Erlendur Jónsson 1979), og eru því oftast einhverjar teg- undir að klekjast hverju sinni og því eitthvað af æti fyrir fuglategundir, sem ekki komast ofan á botn eftir lirf- unum. Hér hefur nokkuð verið rætt um það hve mismunandi botn Mývatns er eftir stöðum. Jafnframt hefur þess verið freistað að útskýra hvernig misleitni botnsins stuðlar að fjölbreytni í fugla- lífi. Annað atriði, sem einnig kann að stuðla að fjölbreytninni eru sveiflur sem verða í vistkerfi Mývatns. Alkunna er, að í regnskógum jarðar er fjölbeytni lífs með afbrigðum mikil. Hið sama er að segja um líf á kóral- rifum. Vafist hefur fyrir mönnum að finna orsakirnar, en oftast er vitnað til 164

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.