Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RINN 63 3. mynd. Hoyberget, eldgígur syðst á eynni. — Ljósm.: Steindór Steindórsson. ast nokkur flái upp undir háeyna, en efst er háslétta með einstök- um hnjúkum og tindum. Hygg ég að jarðlögum halli öllum til norðurstrandar. Flestir tindanna eru milli 500 og 700 m háir. Er Franz Josefstindur hæstur þeirra, 729 m. Margt er þarna um eld- gíga, og hafa hraun fallið frá þeim sem fyrr segir. Mesta hraunið er Lavastraumen, milli Hollendingavíkur og Viðarvikur. Allmargar víkur skerast inn í norðurströnd Suðureyjar. Næst Kraterflya er Guineavík. Er hún umkringd brotnum hraunhömr- um 20—30 m háum, og virtust þeir hvarvetna ókleifir, fyrr en komið er á tangann austan við víkina. í björgum þessum koma fram 4 eða 5 hraunlög með millilögum úr gjalli og lausum gos- efnum. Er bergið allt mjög laust og frauðkennt, og hrynur úr því í sífellu. Næstu víkur þar fyrir austan er Tjaldavík (Titeltbukta) og Hol- lendingavík (Sju Hollenderbukta). Báðum megin að hinni síðar- nefndu falla hraunstraumar, en sjálf er víkin umkringd fjallsbrík,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.