Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 16
70
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
stund. Næstum alltaf lá einhver þokuslæðingur á fjöllunum á Suð-
urey, og Bjarnarfjall varð aldrei þokulaust með öllu, en oft var
toppurinn heiður en þokubelti um miðjar hlíðar.
Fyrr á árum lá hafís við Jan Mayen á hverju ári, nema aðeins
um hásumarið. Á síðustu árum hefur ísrek minnkað þar verulega,
svo að naumast hefur þar sézt ís síðustu veturna. Hinsvegar voru þar
mikil ísalög á árunum 1940—43.
Dýralif.
Þótt dýralíf sé ekki fjölbreytt á Jan Mayen, er það samt meira
en vænta mætti í fljótu bragði. Eina landspendýrið er fjallrefur-
inn. Langmest er þar af bláref, en einnig nokkuð af hvítum refum.
Fyrrum var refamergðin svo mikil, að Norðmenn stunduðu þar
refaveiðar með miklum hagnaði. Komst veiðin upp í 300 refi á ári,
þegar bezt lét. En brátt kom í ljós, að hér var um ofveiði að ræða,
enda þverraði veiðin brátt. Einkum fækkaði blárefum mjög, en
þeir voru mest eftirsóttir. Þannig veiddust einungis 20 refir vet-
urinn 1926—27. Nú er vetursetumönnum leyft að veiða 4 refi
hverjum, eða alls 32 refi á ári, enda er refunum tekið að fjölga á
ný. Önnur dýr eru alfriðuð þar á eynni. og svo er raunar um alla
náttúru eyjarinnar. Hvítabirnir koma að öllum jafnaði með haf-
ísnum, og stundum fylgir mergð sela ísnum. Þannig veiddi setu-
liðið, sem á eynni dvaldi, 500 blöðruselskópa veturinn 1943.
Fuglalíf er allmikið. Hvarvetna í björgunum umhverfis eyna
verpir mergð fugla. Algengustu varpfuglarnir eru: hvítmáfur, fýll,
stuttnefja og lundi. Auk þess verpir þar allmargt af haftyrðli, litla
hvítmáf, teistu og skeglu. Sandlóa er algengur varpfugl á söndun-
um, og æðarfugl kvað verpa lítilsháttar. Alls er talið, að 17 tegundir
fugla hafi fundizt verpandi á eynni, en margir þó sárasjaldan. Eru
það, auk áður talinna: snjótittlingur, steindepill, valur, himbrimi,
lómur, kjói og litli kjói. í fuglaskrá Schaanings, sem hér er farið
eftir, er getið 51 tegundar, sem sézt hafi í eynni. En sennilega koma
þangað fleiri fuglar, því að oft hrekur farfugla þangað á leiðum
sínum haust og vor.
Þessar fuglategundir sáum við félagar: fýl, haftyrðil, hávellu,
hvítmáf, kríu, lunda, maríerlu, sandlóu, sendling, snjótittling,
steindepil, stuttnefju, teistu, tildru og æðarfugl. Þá sá ég þar spör-