Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 18
72
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Árið 1632 rændu spænskir víkingar birgðastöð Hollendinga á
eynni, og varð það til þess, að sjö menn voru látnir hafa þar vet-
ursetu veturinn 1633-34. Svo hörmulega tókst til um þessa fyrstu
vetursetu á eynni, að þeir létu allir lífið af skyrhjúg. En dagbæk-
ur létu þeir eftir sig, og er margan fróðleik í þeim að finna um
veðráttu og annað, þar á meðal landskjálfta, sem yfir þá dundi.
Leiði þeirra eru á Hollenderhaugen, sem fyrr getur, en auk þess
hefur þeim verið reist minningartafla úr steini í Rostungsvík.
Sakir einhvers misskilnings er Sju hollenders bukta við þá kennd,
en þar dvöldust þeir ekki. Var þetta eina vetursetan, sem kunnugt
er um fyrr á öldum. Hvalveiðarnar tóku einnig skjótan enda. Hval-
irnir hurfu frá eynni, og 1642 hættu veiðar þar með öllu. Síðan er
næsta hljótt um útsker þetta í tvær aldir. Að vísu komu sjófarendur
endrum og eins undir eyna, einkum hvalveiðamenn. Hollending-
urinn Zorgdrager kom þar t. d. 1699 og gerði Iiann uppdrátt af
eynni, sem Skotinn W. Scoresby jr. endurbætti síðar eftir komu
sína til eyjarinnar 1817-18.
Eftir 1840 taka Norðmenn að venja komur sínar til Jan Mayen.
Þeir voru þá teknir að stunda selveiðar af kappi í Norður-íshaf-
inu. Skip þau, er voru að veiðum í Vesturísnum, höfðu og bæki-
stöð við eyna og leituðu þangað í var, þegar að þeim kreppti.
Ýmsir skemmti- og vísindaleiðangrar komu við á Jan Mayen á
19. öld. Verður þar ekki annarra getið en leiðangurs Austurríkis-
manna 1882-83. Höfðu þá 14 manns vetursetu í Maríuvík, þar sem
nú er kallað Austurríki. Reistu þeir þar skála mikla, og unnu
merkilegt rannsóknarstarf, gerðu nýjan uppdrátt af eynni og könn-
uðu náttúru hennar eftir föngum. Var mikið rit gefið út um
rannsóknir þessar, og eru þar margvíslegar upplýsingar um Norður-
hafið. Var þetta fyrsta vetursetan eftir Hollendingana sjö. Hús
Austurríkismanna stóðu fram yfir 1940, og voru þau oft notuð af
veiðimönnum og öðrum, sem til eyjarinnar komu. En á stríðsár-
unum voru þau rifin, og standa nú grunnarnir einir eftir ásamt
veggjum af einum bjálkakofa. í grennd við rústirnar eru nokkrir
legstaðir með brotnum trékrossum.
Eftir aldamótin 1900 hefjast refaveiðar Norðmanna á Jan Mayen
Höfðu þá 3—6 veiðimenn þar vetursetu á hverju ári. Höfðust þeir
við í smákofum, sem enn standa víðs vegar um eyna, og refagildr-
urnar eru óteljandi. Kofarnir eru hlaðnir úr rekadrumbum, varla