Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
73
manngengir á hæð, og ekki er gólfrýmið meira en rétt fyrir flet
veiðimannsins og dálitla eldstó. Mun vistin þar haí'a verið heldur
daufleg.
Árið 1921 reistu Norðmenn veðurathuganastöð við Jamesons-
vík, norðan við Eggey. Stóð hún fram á styrjaldarár. Eftir stríðið
var stöðin flutt og reist að nýju á bökkunum norðan við Norðurlón.
Er hún hin fullkomnasta að húsum og vélakosti. Átta menn hafa
þar aðsetur, og er skipt um einu sinni á ári. Ýmsir dveljast þar þó
tvö ár eða jafnvel lengur, því að heimskautalöndin hafa löngum
heillað þá, sem komast í kynni við þau. Telja Norðmenn stöð þessa
eina mikilvægustu veðurathugunarstöð sína. Ekki einungis vegna
veiðiskipa í Vesturísnum, heldur einnig fyrir veðurspár vegna fiski-
flotans í Norður-Noregi, því að frá Jan Mayen verður hezt sagt
fyrir um veðrabrigði og illviðri, sem nálgast bæði úr suðri og
norðri.
Öldum saman var Jan Mayen einskismanns land, enda þótt ýms-
ar þjóðir gerðu tilkall til hennar. Það er fyrst 1921, þegar Norð-
menn reistu fyrstu stöðina, að þeir lýstu eignarhaldi á hluta af
eynni, en 1929 var eyjan loks fullkomlega innlimuð í Noregsríki,
og hefur verið svo síðan.
Þegar heimsstyrjöldin síðari var komin í algleyming, og Þjóðverj-
ar höfðu hernumið Noreg, skaut upp ugg hjá Vesturveldunum
um, að þeir myndu setjast að á Jan Mayen, og hefði slíkt getað orðið
örlagaríkt siglingum um norðurhöf. Því var það, að í marz 1941
sigldu norskar skútur með litla herdeild til Jan Mayen. Var norskur
herflokkur þar síðan öll stríðsárin, og Bandaríkjamenn einnig síð-
ast. Höfðu þeir meginbækistöðvar sínar í dalverpi upp frá Norður-
lóni, en gæzlustöðvar víðsvegar um eyna. Sjást víða minjar um verk
þeirra. Hermennirnir höfðu íslenzka hesta til flutninga, og einnig
ólu þeir þar nokkrar sauðkindur og svín til slátrunar. Mun það
vera eina húsdýrahaldið í sögu eyjarinnar. Ekki kom til hernaðar-
átaka á Jan Mayen, en nokkrar loftárásir gerðu Þjóðverjar þar
en fengu óblíðar viðtökur.
íslendingar á Jan Mayen.
Þjóðsögn ein segir frá því, að bónda nokkurn af Langanesi hafi
hrakið á ísum til eyja norðaustur í hafi, sem sagan kallar Langa-
neseyjar, og eru sagðar tvær að tölu. Hafði hann vetursetu þar, en