Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 24
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þar sem mosaþúfurnar hafa sigið fram, og er þar greinilega um beint jarðskrið að ræða. Á slíkum stöðum eiga háplöntur mjög erfitt nteð að festa rætur, eða öllu heldur, þótt þær skjóti rótum, þá slitna ræturnar von hráðar upp aftur. Þá má og geta þess, að hitabrigði eru tíð, og þar sent hæðir og hlíðar eru oft tiltölulega snjólítil á vetr- 7. mynd. Fjöruarfaþúfa í Tömmerbukta. — Honckenya peploides mat. I.jósm.: Steindór Steindórsson. um, má telja fullvíst, að bein frostþensla gróðursvarðarins valdi rótarslitum. Er allt slíkt alkunnugt í heimskautalöndum, og sjást hins sama minjar hér í hálendi íslands. Naumast er hægt að tala um jarðvegsmyndun. Meira að segja í grasgeirunum við fuglabjörgin, þar sem allar líkur benda til, að nokkur næringarefni berist gróðr- inum af fugladriti, virðast plönturnar vaxa upp úr berum sandin- um. Sennilega skolast gróðrarmoldin burtu jafnóðum, ásamt gróð- urleifunum, því að varla sást vottur af sinu í þeim tveimur gras- geirasvæðum, er ég skoðaði, í Kvalrosgat og við Söyla. Um vaxtar- lag plantna má geta þess, að nær allar háplöntur vaxa í þúfum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.