Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79 Verða þúfur þessar oft allmiklar um sig, eins og sjá má á 7. mynd, sem er af fjöruarfaþúfu í sandinum í Viðarvík. Sakir þess, hversu strjálvaxnar plönturnar eru, þá er naumlega hægt að tala um gróðurfélög í orðsins venjulegu merkingu á Jan Mayen, að minnsta kosti ekki, ef einungis er tekið tillit til háplantn- anna. Flestar sömu tegundiinar koma fyrir í öllum þeim gróður- lendum, sem þar er að finna. Eftir svip landsins og staðháttum hef ég leitast við að flokka gróðurinn í eftirfarandi gróðurlendi: mel, sand, mosaþembu, snjódæld og graslendi. Til þess að gefa nokkra hugmynd um gróður þeirra, hef ég lýst nokkrum blettum, án þess, að reynt sé að gera upp milli tegunda um tíðni þeirra á hverjum stað eða hversu mikið þær þekja af yfirborði. a. Melur. Vafalítið er, að langmestur hluti ai flatarmáli eyjar- innar heyrir undir það, sem vér köllum mela. Á þeim öllum er gróður mjög strjáll, ekki einungis háplönturnar heldur einnig hinar lægri plöntur. Samt eru melarnir mjög misgrónir. Sums staðar mega þeir kallast gróðurlausir með öllu, en á öðrum stöðum eru smá mosaþúfur og fléttur, einkum gráfléttan (Stereocaulon alpinum og S. arcticum), og síðan einstöku háplöntur. Þar sem rakara er, og snjór liggur lengur fram eftir vorinu, svo að aurbleyt- ur haldast þar um hríð, eru háplönturnar þéttastar. Algengustu melategundirnar eru: þúfusteinbrjótur, vetrarblóm og músareyra. Tafla I sýnir hverjar tegundir voru athugaðar á melum á fjór- um mismunandi stöðum. 1 er á sendnum, smágrýttum mel upp af Haugenstranda. 2 er á flötum, smágrýttum mel upp á Kval- rossen. 3 er á allstórgrýttum mel nálægt miðri eyju milli Haugen- stranda og Rekvedbukta, þar var allmikil aurbleyta, er athugun- in var gerð. Og 4 er utan í fjallinu upp af Österrike, þar hallar nokkuð til austurs, og er sýnilega snjóþyngra, en annars er títt á melum, enda verður þar vart snjómosa (Anthelia) og gráflétta er þar á víð og dreif. Músareyra (Cerastium alpinum).................................... x x x x Þúfusteinbrjótur (Saxifraga cœspitosa) .......................... x x x Vetrarblóm (S. oppositifolia) ................................... x x x x Dvergsteinbrjótur (S. tenuis) ................................... x Lækjasteinbrjótur (S. rivulare) ................................. x x Hreistursteinbrjótur (S. foliolosa) ............................. x

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.