Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 10. mynd. Gamburmosa- og gráfléttubreiða. I baksýn Rostungshöfði og Bjarnarfjall. — Mats oj Rhacomitrium and Stereocaulon. Ljóstn.: Steindór Steindórsson. við suðurbarm hennar lá enn snjóskafl. F.n í örskotshelgi við snjó- inn voru plöntur teknar að blómgast. Rissið á 11. mynd sýnir af- stöðu gróðurbeltanna í snjódældinni. Kinnungurinn 1—3 liggur móti suðvestri. 1. belti liggur efst í kinninni, þar sem snjó leysir fyrst, en þó nokkru seinna en á hraunkollinum fyrir ofan. Gamburmosi er þar næstum enginn, og eru þar skörp skil við hraunkollinn ofan við dældina. Dálítið er af öðrum mosategundum og stórir hnoðar af gráfléttu. Háplöntur þekja allt að 25—30% af yfirborði, og er það óvanalega þéttur gróður á Jan Mayen. Mest ber á lambagrasi (Silene acaulis), sem myndar þarna fallegar þúfur, sem voru nú að komast í fullan blóma. Grasvíði (Salix herbacea) er jafndreift

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.