Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
85
12. mynd. Séð til norðurs ylir miðhluta eyjarinnar. Lengst til vinstri
sér í Norðurlón. Til hægri Suðurlón og Eggey lengst burtu.
Ljósm.: Steindór Steindórsson.
óx ekkert annað í dældunum en snjómosinn, einkum þegar hærra
dró frá sjó.
e. Mosapemba er útbreiddasta gróðurlendi eyjarinnar, annað
en melurinn. Aðaltegundin, og sú er gefur landinu svip, er gamb-
urmosinn, eða réttara sagt tvær tegundir hans Rhacomitrium lanu-
ginosum og R. canescens. Mosaþemban er hið eina gróðurlendi, sem
gefur fjöllum og flatneskjum þýðari svip, og er í raun réttri eina
samfellda gróðurlendið á eynni. Henni má þakka það, að tilsýndar
virðast fjöll og hlíðar algræn og gróin. Mosaþemban á Jan Mayen
er um flest lík mosaþembum á íslandi hátt til fjalla, að öðru en
því, að háplönturnar eru enn færri og strjálvaxnari en í íslenzku