Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 36
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Jón Jónsson: Landbrotshraunið Landbrotið er löngu írægt orðið fyrir hina sérkennilegu hraun- hóla, Landbrotshóla, sem ná yfir svo að segja alla sveitina. Hólar þessir eru gervigígir, og er talið, að þeir hafi myndazt við rennsli Iirauns yfir votlendi. Þeir íslendingar, sem eitthvað hafa um gervigígi ritað, virðast telja Þorvald Tlioroddsen upphafsmann þessarar skýringar á mynd- un hraunhólanna í Landbroti, Álftaveri og víðar, og víst er, að hann minnist oftar en einu sinni á hana í ferðasögu sinni um Vestur-Skaftafellssýslu sumarið 1893 (1. bls. 110, 117). Hitt er þó engu að síður víst, að þessi skýring á myndun Rauð- hóla hjá Elliðavatni og einnig Landbrotshóla var prentuð alllöngu áður en Þorvaldur fæddist. Á árunum 1835 og 1836 ferðaðist Frakkinn Paul Gaimard ásamt nokkrum frönskum vísindamönnum um ísland. Þeir gerðu ýmsar athuganir og söfnuðu margskonar fróðleik um land og þjóð. Árangurinn af athugunum þeirra liggur fyrir í stóru riti: „Voyage en Islande et au Groénland," sem út kom í París á árunum 1838- 1852. Það er í 9 bindum, og má þar fá mikinn fróðleik um ísland á þessum tíma. Jarðfræðingur leiðangursins var Eugéne Robert, og hefur hann ritað 6. bindi þessa ritverks: „Mineralogie et Geo- logie.“ Þessi franski jarðfræðingur skoðaði Rauðhóla við Elliðavatn og taldi, að þeir væru gervigígir, þeir hefðu myndazt við það, að liraunið rann út í stöðuvatn og fyllti það að nokkru. Síðar hafa ýmsir aðrir erlendir vísindamenn athugað Rauðhóla. Meðal þeirra má nefna M. v. Komorowicz, A. Sieberg, W. v. Knebel og H. Reck. Sumir hafa talið hólana raunverulega eldgígi. Nú á dögum hygg ég að flestir muni fremur aðhyllast skoðanir þær, sem Eugéne Ro- bert setti fram fyrir meir en hundrað árum. Þegar Eugéne Robert kom austur í Landbrot og sá hólana þar, fannst honum auðsjáanlega mikið til um þetta afar sérkennilega landslag.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.