Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 43
NÁTTÚ RU FRÆÐIN GURINN 97 norður af Rauðunúpum, veiddist á svipuðum slóðum kringum 15. ágúst 1957, og sú þriðja, er merkt hafði verið 28 sjómílur norð- ur af Hraunhafnartanga, 27. júlí 1955, veiddist einnig á Fladen- grunni, kringum 25. ágúst 1957. Þar sem þessar þrjár síldar koma hver úr sínum farmi, lítur út fyrir að nokkuð hafi verið af krækiberjum frá Norðurlandi í ám- unni á Fladengrunni 1957, dreift um stofninn. Athyglisvert er það og, að síldamar voru ekki merktar á sama stað og tíma, meira að segja ekki heldur sama sumarið. Er því ljóst að ekki var að ræða um lítinn „hnapp“ af síld, er slæddist á þessar slóðir af tilviljun. Spurningin er nú, hvernig þessar síldar hafi gengið. Engan efa tel ég á því, að í fyrsta áfanganum hafi þær farið til Noregs og hrygnt þar á venjulegum slóðum, ein vorið 1955 en hinar tvær 1956. Enginn getur vitað, hvort þær hafi slæðst í áttina til Norður- lands næsta og næstu sumur, eða jafnvel gengið þar á mið, þótt þær veiddust ekki. Eins getur verið, að þær hafi strax að lokinni fyrstu

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.