Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 44
98 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN hrygningu eftir merkinguna eða strax á næsta sumri komizt í Fladen- grunn-félagsskapinn. (Sjá mynd á 97. síðu). Hafi svo verið, vaknar sú spurning, hvort þær hafi síðan gengið á Noregsmið eða upp að vesturströnd Svíþjóðar til þess að hrygna. Sú gáta verður ekki ráðin að svo stöddu. En hvað sem öðru líður, þá liafa þessar þrjár endurheimtur sýnt það og sannað, að sumt af Norðurlands-síldinni slæðist suður í Norðursjó — með Noreg sem millistöð. — Kunnugt er að nokkuð er af mjög stórri og gamalli síld á svæðinu kringum Hjalteyjar (Shetlandseyjar). Er það elliheimilið fyrir Norðurlands-síldina úr Norðursjónum? Fróðlegt væri að rannsaka það atriði til hlítar. SUMMARY Three herrings, which had I)een tagged by nieans of internal tags off the North coast of Iceland, one in July 1954 and two in July 1955, were caught by swedish vessels on the Fladenground about August 20th 1957. The tags were returned from a swedish reduction plarit. The possible route of migration is indicated on the map. Sitt af hverju Ný aldursákvörðun á fjörumónum í Seltjörn. í grein, sem birtist í Nfr. 1956 (Mórinn í Seltjöm), er þess getið, að aldur neðsta og elzta fjörumósins í Seltjörn hafi verið ákvarðað- ur í Yale með mælingum á geislavirku koli (C14) og hafi reynzt vera 9030±280 ár. í greininni voru leidd rök að því, að hér væri um aldursákvörðun að ræða, sem væri mjög þýðingarmikil til fróðleiks um afstöðubreytingu láðs og lagar hérlendis. En þar sem aðeins var um eina ákvörðun að ræða, var ég dálítið hikandi við að draga af henni ályktanir. Því var það, að er Þorleifur Einarsson, jarðfræði- nemi, sem frjógreint hefur Seltjarnarmóinn, tilkynnti mér s. 1. haust, að hann myndi, fyrir milligöngu próf. M. Schwarzbachs í Köln, geta fengið eitt sýnishorn frá íslandi aldursákvarðað með C14-aðferðinni, ákváðum við að taka að nýju sýnishom af elzta Seltjamarmónum, til að fá frekari vissu um aldur hans. Nýlega barst mér bréf frá próf. Schwarszbach, þar sem hann skrifar, að aldurs-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.