Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 99 ákvörðunin hafi nú verið gerð í Heidelberg, og samkvæmt henni sé aldurinn 8780±150 ár. Kemur þetta ákjósanlega vel heim við aldursákvörðunina frá Yale og má telja næstum öruggt, að aldur þessa mós sé um 9000 ár. Þar með má einnig næstum öruggt telja, að á línuriti því, sem birt er í áðurnefndri grein (bls. 190) sé annað- livort punktalínan eða strikalínan nærri réttu lagi, þ. e. að annað- hvort hafi orðið sjávarhækkun hér sunnanlands og því væntan- lega allt í kringum land á Allerödskeiði, þ. e. á tímabilinu 9800- 8800 f. Kr., eða að þetta hafi gerzt undir lok Yngra holtasóleyja- skeiðs og strax þar á eftir, þ. e. öldunum næstu fyrir og eftir 8000 f. Kr. Hefur þá land risið mjög ört næstu 500—700 árin þar á eftir, svo ört að nánast væri um að ræða það, sem kvarterjarð- fræðingar nefna ,,chock“, og nokkrir þeirra telja, að átt hafi sér stað bæði í Skandínavíu og víðar þar sem meginjöklar hafa hulið lönd. Rannsókna á öðrum svæðum Suðvesturlands: Suðurlands- undirlendinu eða Borgarfjarðarhéraði, mun þurfa við, til að fá nánar úr þessu skorið. _. . Sigurður Þorarmsson. Mcrkir fundarstaðir jurta 1957. í afskekktum fjörðum og víkum er oft furðu fjölskrúðugt gróður- far. Það er eins og landþrengslin hafi sópað fjölmörgum tegundum saman á litla bletti undir fjöllunum. — Sunnan undir Gerpi liggur Vaðlavík, einhver austasta byggð á íslandi, fyrir opnu hafi, eins og geysimikil skál eða hvilft. Þar eru allgrösugar hlíðar, en engjar, lón og flæðar við sjóinn. Fjórir bæir í byggð. í Vaðlavík sá ég nokkrar sjaldgæfar jurtir s.l. sumar, t. d.: S t i n n a s e f (Juncus squarrosus). Hagastör (Carex pulicaris). Gullstör(C. serotina). Dúnhulstrastör (C. pilulifera). Skriðstör (C. Mackenziei). A 1 u r t (Subularia aquatica). Sóldögg (Drosera rotundifolia). Bæði stinnascfið og hagastörin vaxa einnig að Karlsskála í Reyð- arfirði, og þar vex g e i t a k á 1 (Aegapodium podagraria) í og við blómagarð. T Austdal við Seyðisfjörð vex stóriburkni (Dryopteris filix

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.