Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 101 Ritstjóri Náttúrufræðingsins liefur sýnt mér bréf það frá Jóni Arnfinnssyni, sem liér er birt, og beðið mig að svara því nokkrum orðum. Eg mun freista Jjess, enda vikið í því að skoðunum mínum á myndun Ásbyrgis, en kunningi minn, Jón Arnfinnsson, er auð- sæilega vantrúaður á þær. Annars vonast ég til þess að geta gert þessu viðfangsefni ítarlegri skil innan tíðar, í ritgerð, sem er í smíðum. En það get ég þegar sagt, að sú skoðun mín um myndun Ásbyrgis, sem ég hef liaft frá því er ég fór að kynna mér þetta stórlenglega náttúrufyrirbæri, er óhögguð, sú skoðun, að Ásbyrgi sé myndað við vatnsrof, enda jrótt vel megi vera, að sprungulínur liafi einhverju ráðið um stefnu vatnsrásanna. Sú staðreynd, að Jökulsárgljúfrið hjá Dettifossi er stöllótt en veggir Ásbyrgis þver- brattir skýrist af Jjví, að við Dettifoss eru þykk millilög milli grá- grýtislaganna, en engin slík millilög er að finna í veggjum Ás- byrgis. Hins vegar er ég sammála Jóni Arnfinnssyni um jrað, að líklega muni lausari lög að finna undir hamraveggjum Ásbyrgis og því hafa fossarnir, er jiar voru að verki, haldizt þverbrattir. Ég vildi og benda á það, sem sjá má á korti herforingjaráðsins, að Jökulsá hefur verið á góðum vegi með að búa til annað Ásbyrgi með því að grafa sér farveg vestan við Áshöfða, en nú rennur hún um gljúfur með þverbröttum hamraveggjum austan höfðans. Það er ekki rétt hjá Jóni, að hvergi sé farveg að sjá uppi á hamrabrún- inni. Suður af Ásbyrgi er greinilegur farvegur, er fylgja má allt suður í Jökulsárgljúfur hjá Rauðhólum, og hefur mikið vatn runn- ið þar fram í eina tíð. Það, sem að mínum dómi er torskilið við myndun Ásbyrgis, og eigi er rúm til að skýra hér, er ekki Jjað, að byrgið sé myndað við vatnsrof, heldur sú staðreynd, að hvergi á byrgisbotninum er að finna öskulögin ljósu frá Heklu, H3 og H4, sem þó eru í jarðveginum á hóftungunni og á börmum byrgisins. Þau er heldur ekki að finna í farveginum austur af byrginu, þótt jjau séu á hrauninu beggja vegna við j:>ann farveg. Og hvergi hef ég fundið þau í Jökulsárgljúfrinu, frá Hljóðaklettum suður fyrir Réttarfoss, fyrr en komið er allhátt upp frá ánni. Með öðrum orð- um: vatn hefur staðið hátt í Jökulsárgljúfri og runnið úr því norð- ur í Ásbyrgi eftir að H3 myndaðist, en það var fyrir um 2700 árum. Hvernig þetta má hafa skeð er óneitanlega athugunarefni, en ekki verður jjað nánar rætt að sinni. Sigurður Þórarinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.