Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 48
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Helge G. Backlund prófessor 3. sept. 1878 - 29. jan. 1958. Við andlát Helge G. Back- lunds, prófessors í Uppsala, hvarf sjónum vorum ein- hver merkasti bergfræðing- ur sinnar tíðar á Norður- löndum og þótt víðar væri leitað. Rannsóknarferill Back- lunds hófst með vísindaleið- angri til Spitzbergen árin 1899—1901, sem hann tók þátt í tuttugu og eins árs að aldri. Eftir það dvaldi hann í Pétursborg, sem safnamað- ur, unz hann flutti til Finn- lands í rússnesku bylting- unni 1917 og gerðist pró- fessor í jarðfræði í Uppsöl- um. Gegndi hann því starfi til 65 ára aldurs, 1943. Þekking Backlunds í fræðigrein sinni var víðtæk og alhliða, og hefur hann meðal annars skrifað nokkuð á annað hundrað rit- gerðir um jarðfræðileg efni. Um fjörutíu ára tímabil, en þó eink- um meðan hann var á léttasta skeiði, tók hann þátt í fjölmörgum rannsóknaleiðöngrum og kynntist þannig af eigin raun hinum margháttuðustu jarðfræðilegu fyrirbærum. Á unga aldri ferðaðist hann einkum um Rússaveldi, þar sem hann í fyrsta lagi rannsakaði berggrunn Norður-Síberíu frá Ural- fjöllum í vestri til Taimyrskagans í austri. Að því loknu hóf hann að rannsaka fellingafjallgarða Suður-Síberíu. Upp frá því beindist áhugi hans sér í lagi að jarðsögu fellingafjallanna og hinum óráðnu gátum þeirra. Dvaldist hann tvö ár í Argentínu við rannsóknir á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.