Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1958, Qupperneq 50
104 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skifta. Jafnaldrar hans og kollegar, andstæðingar sem skoðanabræð- ur, þekktu hann og viðurkenndu sem „den geistvollen Deuter der irdischen Schmelze‘q). Það gerðu nánustu samstarfsmenn hans og nemendur vissulega einnig. í þeirra augum var engu að síður „maðurinn gullið, þrátt fyrir allt.“ Tómas Tryggvason. Ritfregn ÓLAFUR JÓNSSON: Skriðuföll og snjóflóð. Bókaútgáfan Norðri 1957. Landmótnnarfræðin (geomorphology) er tiltölulega ung sem sjálfstæð fræði- grein. Höfundar hennar eru venjulega taldir þýzki landfræðingurinn F. v. Richthofen (1833—1905), sem í eina tíð var kennari Þorvalds Thoroddsens, en er kunnastur fyrir rannsóknir sínar á uppruna lössjarðvegsins í Kína, og bandaríski jarðfræðingurinn G. K. Gilbert (1843—1911), sem rannsakaði m. a. myndun hins mikla Colorado gljúfurs. Viðfangsefni þessarar fræðigreinar, sem tengir saman landafræði og jarðfræði, en venjulega er nú talin til landa- fræðinnar, er myndun og þróun landformanna, landlagsins. Hún reynir að skýra „vinnubrögð" þeirra afla, utanvirkra (exogen) og innanvirkra (endo- gen), sem móta ásjónu móður jarðar, og túlka merkin þeirra verka. Það er engin tilviljun, að þessi fræðigrein hefur þróazt bezt í Bandkríkjunum, sem hafa upp á nær allar tegundir landslags að bjóða. Þar í landi er landmótun- arfræðin líka mjög vinsæl meðal áhugamanna um náttúrufræði, enda eru undirstöðuatriði liennar kennd með annarri landafræði í skólum, sem sam- svara gagnfræða- og menntaskólum. Óviða á jörðinni er þó vænlegra til árang- urs vísindamönnum og áhugamönnum að stunda þessa fræðigrein en á voru landi íslandi. Hér liggur öll landmótun opnari fyrir og er auðveldar skýrð en víðast annars staðar. Hér eru bæði hin utanvirku og innanvirku öfl enn að verki og enn næsta mikilvirk. Þó hafa fáir hérlendis lagt stund á landmót- unarfræði. Lang afkastamestur þeirra áhugamanna, sem þeirri fræðigrein sinna nú hér á landi, er Ólafur Jónsson. Skóli hans í þessari fræðigrein hefur fyrst og fremst verið landið sjálft, og það er góður skóli. Þó væri æskilegt, að Ólafur kynnti sér meir en hann virðist hafa gert til þessa einhver af undirstöðu- ritum þesarar fræðigreinar, einkum rit stórmeistarans W. M. Davis, sem eru biblía landmótunarfræðinga. 1) Úr áletran Steinmann-heiðurspenings sem jiýzka jarðfræðifélagið sæmdi Backlund á sextíu og fimm ára afmæli hans.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.