Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 105 Tilefni ofangreindra liugleiðinga er ritverk það, Skriðuföll og snjóflóð, sem Ólafur Jónsson hefur nýlega lokið og bókaforlagið Norðri hefur gefið út með miklum myndarbrag. Þetta er ekkert smáræðis ritverk, samanlagt 1141 bls., og í tveimur bindum. Fjallar fyrra bindið um skriðuföll, það síðara um snjóflóð. Það væri efni f langa ritgerð að gera þessu verki full skil. Hér verður stikl- að á stóru. Fyrra bindið hefst með löngu forspjalli: Ég bjó þar eftir tveimur atriðum. Höf. ræðir um það, hversu erfitt hafi verið að afla mynda í ritið, þar eð flestir myndatökumenn, sem myndir taki af landslagi, séu á hnotskógi eftir öðru en svo sérhæfðum ummerkjum sem þeim, er snerta snjóflóð og skriðuföll. En því var ekki leitað til þeirra, sem líklegastir voru til að eiga slíkar myndir í fórum sínum, þeirra jarðfræðinga, sem hér eru starfandi, og allir kunna eitt- hvað til myndatöku? Ég fullyrði, að þetta hefði borið einhvern árangur. En höf. virðist yfirleitt hafa forðazt það öðru fremur að ræða hugðarefni sín við íslenzka jarðfræðinga og fá hjá þeim fróðleik, sem honum hefði mátt að gagni koma. Má vera, að hann sé haldinn einhverri vanmáttarmeinloku gagnvart þessum mönnum, en til þess virðist mér engin ástæða. Það er af sú tíð, að fræðimaður, hversu fær sem er, geti einn sér og án aðstoðar leyst við- unandi verkefni sem þau, er Ólafur Jónsson er að glíma við. Raunar háir það orðið íslenzkum náttúrufræðirannsóknum yfirleitt, hversu frábitnir flestir þeir, sem rannsaka náttúru landsins, eru því, sem kallað er teani work. Það er enginn fræðimaður að minni, nema síður sé, þótt hann leiti stundum á annarra náðir í sambandi við sínar rannsóknir. Og lengi má sitthvað læra. Ekki get ég fallist á rök höf. fyrir því að nota nær aldrei uppdrætti máli sínu til skýringar og glöggvunar á staðháttum, þar sem skriður og snjóflóð hafa hlaupið fram. Tópógrafísku kortin af íslandi með 20 m hæðarlínum, bæði þau dönsku og amerísku, eru svo ágæt, að ég skil vart, hvernig er hægt að komast hjá því að nota þau í ritverki sem þessu. En þetta er sama sagan um öll rit landfræðilegs efnis, sem hér eru útgefin. Þar skortir kort. Kort og þrívíddarskissur (block diagrams) eru alfa og ómega landmótunarfræðinnar. í yfirliti um skriður og snjóflóð skilgreinir höf. nokkur hugtök og gefur þeim nöfn. Eru þau misjafnlega heppnuð. Höf. skrifar: ,Skriða er í víðustu merkingu öll hreyfing jarðefna undan hallanum, frá hærri til lægri staða, í leit að jafnvæg iog kyrrstöðu" (I, bls. 24). Væri ekki réttara að kalla þetta skrið, en nota skriða um árangurinn af skriði, svo sem gert hefur verið hingað lil? Ekki kann ég við „ofanfall“ sem samnefni fyrir skriðuhlaup og snjóflóð, en þetta er smekksatriði, og auðveldara er að gagnrýna en betrumbæta. f töflu þeirri, sem höf. birtir um flokkun skriðuhlaupa, eftir ameríska landmótunar- fræðinginn S. Sharpe, er rock-slide og rock-fall þýtt nieð steinhlaup og stein- föll. Réttara er að þýða rocli með berg. Rock-slide er annars það, sem oftast er kallað framhlaup á íslenzku. í ritgerð í Nfr. 1954 (Þar sem háir hólar ...) þýddi ég rock-slide með bergskriða, en ég mæli ekki sérstaklega með því orði. Auðsæ er nauðsyn þess að fá meira samræmdar nafngiftir íslenzkra hugtaka um þenna liluta landmótunarfræðinnar en nú er völ á.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.