Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 9
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 101 I>að var einmitt við þetta starf, sem Tómas kenndi fyrst bana- meins síns. Sumurin 1939—42 starfaði Tómas við ýmiss konar jarðfræðirann- sóknir á vegum sænsku jarðfræðistofnunarinnar (Sveriges geologiska undersökning) og kynntist þá m. a. vel reknum og skipulögðum jarðfræðirannsóknum. Ávallt síðan hafði hann mikinn luig á því, að á Islandi yrði komið upp jarðfræðistofnun, þar sem starfskraftar fámenns jarðfræðingahóps nýttust sem bezt. Mun nánar verða vik- ið að því hér á eftir. Tómas lauk eins og fyrr getur fil. lic.-prófi 1943 og réðist þá til starfa hjá A/B Elektrisk Malmletning i Stokkhólmi og starfaði hjá því fyrirtæki til 1946, enda var honum heimleiðin lokuð sök- um stríðsins. Starf hans hjá fyrirtækinu var einkum fólgið í málm- leit með segul- og rafviðnáms-tækni í Svíþjóð og Finnlandi. Er heimsstyrjöldinni lauk 1945, tók Tómas að hugsa til heim- ferðar. Hann hafði þá þegar, eins og að framan getur, öðlazt mikla reynslu í bergfræðirannsóknum og fengið staðgóða undirstöðu í hagnýtum jarðfræðirannsóknum við starf sitt hjá sænsku jarðfræði- stofnuninni og Elektrisk Malmletning. Hann var því vel búinn til að hefja starf sitt hér heima. Tónrasi var þetta sama ár veitt nýstofnuð staða jarðfræðings við Iðnaðardeild Atvinnudeildar Há- skólans, og við þá stofnun starfaði hann síðan til dauðadags. Verk- svið hans var einkum hagnýt jarðfræði, en hann notaði ávallt tóm milli hagnýtra verkefna til grundvallarrannsókna. Fyrsta verkefni hans var athugun á hráefnum til sementsfram- leiðslu á Vestfjörðum. Á þessum árum fékkst hann einnig við rann- sóknir á borkjörnum í sambandi við jarðhitakönnun á Hengils- svæðinu. 1947 varð hann jarðfræðilegur ráðunautur stjórnar Sogs- virkjunarinnar við gerð orkuversins við írafoss. Hann ritaði nokkr- ar skilmerkilegar ritgerðir um jarðfræði Sogssvæðisins og reynslu Jrá, sem fékkst við vinnslu bergs í neðanjarðarmannvirkjunum. Einkum er grein hans í Water Power 1957 um jarðfræðina við íra- foss og bergvinnslu Jrar til fyrirmyndar. Væri æskilegt, að reynslu af svipaðri mannvirkjagerð yrði haldið til haga í framtíðinni. Hann var einnig ráðgjafi við gerð Steingrímsstöðvar. Hafði hann fyrst kannað jarðfræðilegar aðstæður þar og fylgzt með borunum, en var síðan til ráðuneytis við mannvirkjagerðina í Dráttarhlíð. Dráttarhlíð er að mestu gerð úr ungu, lítt hörðnuðu móbergi. Við

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.