Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1967, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1967, Qupperneq 10
102, NÁTT ÚRU FRÆÐI N GU RI N N boranirnar var kjarnaheimt af þá lítt skiljanlegum ástæðum ínjög rýr, svo að í kjarnaröri komu einungis upp molar úr blágrýti, en Jint móbergið skilaði sér ekki. Skýringin var einfaldlega sú, að einhver „snjall“ bormaður hafði komizt að raun um, að með því að fjarlægja innra rör kjarnarörsins, gengi borunin hraðar fyrir sig. Af jressum sökum munu niðurstöður kjarnboranna í lausu eða lítt samanlímdu seti eða móbergi, sem gerðar voru á árunum 1946—59, vera miður áreiðanlegar. Það reyndist því erfitt að spá fyrir um eiginleika bergs í Dráttarhlíð. En Tómas mun hafa grun- að, að stæðni Jiess væri léleg og einnig að vatnsrennsli mundi vera töluvert um bergið, enda liggur sá mikli vatnsgeymir, Þingvalla- vatn, að ásnum að norðan. Við gerð ganganna kom í ljós, að stæðni bergsins var slæm, svo að stórar fyllur hrundu úr jiaki og veggj- um. Einnig varð vatnsrennsli í þeim til trafala. Eins og títt er, mun jarðfræðingnum hafa verið kennt um lítt fyrirsjáanlega erfið- leika. Um gerð mannvirkjanna í Dráttarhlíð hefur ekkert verið ritað og er j>að mjög bagalegt. Skömmu eftir heimkomuna fór Tómas að finna fyrir augnbólg- um, sennilega vegna þaulsætni við smásjá, og hindruðu þær mjög bergfræðilegar rannsóknir hans. Af bergfræðilegum rannsóknum, sem hann vann að á Atvinnudeildinni, má t. d. nefna rannsóknir á bergfræði gosefna, sem upp komu í Heklugosinu 1947—48. Niður- stöður þessara rannsókna komu út fáum mánuðum áður en hann lézt. Auk Jiess vann hann að jarðfræðilegri könnun Hrappseyjar og nærliggjandi eyja, en jiær eru gerðar úr margbreytilegu djúp- og gosbergi. Einkum beindust rannsóknirnar að hvíta gabbróinu, anorthositi, í Hrappsey. Rannsóknirnar voru langt á veg komnar, er hann lézt, og munu niðurstöðurnar sennilega birtast innan tíðar. Augnsjúkdómurinn varð til þess, að hann lagði æ meiri áherzlu á hina hagnýtu hlið jarðfræðirannsókna. Á árunum 1955—57 þykktarmældi Tómas og kortlagði kísil- þörungaeðjuna í Mývatni, en dr. Finnur Guðmundsson mun fyrst- ur hafa veitt eðjunni eftirtekt. Könnun Tómasar leiddi í ljós, að á botni Mývatns væri einhver mesta kísilgúr-náma Evrópu, 5—10 m þykkt lag á 38 ferkm svæði. Að rannsóknum Tómasar loknum tók Baldur Líndal, efnaverkfræðingur, að athuga aðstæður til hag- nýtingar eðjunnar. Nú er að rísa kísilgúrverksmiðja við Mývatn. Er þetta gott dærni um hagræna þýðingu jarðfræðirannsókna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.