Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 19
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 111 ar var það almenn trú, að lýs og flær kviknuðu í hörundi eða í fatnaði og ormar, víur og jafnvel mýs kviknuðu í moði. Á 17. öld fóru fræðimenn hins vegar að véfengja sjálfkviknunar- kenninguna. ítalski læknirinn Francesco Redi sýndi fram á það með tilraunum, að víur kviknuðu ekki i æti heldur væru fæddar af flugum, sem verptu þar eggjum sínum og væri ætið byrgt með grisju næðu flugur ekki að verpa i það og í því yxu engir maðkar. Sjálfkviknunarkenningin fékk að vísu nýjan byr undir vængi, þegar Antony van Leeuwenhoek sá fyrst í hinni nýgerðu smásjá sinni gerla í lífrænu efni. Virtist helzt sem þarna væru fundnar lífverur, sem lifnuðu í æti, og margir þóttust sjá, að þessar nýju verur væru ein myndbreyting hins dauða holds. En Louis Pasteur sannaði, að jafnvel gerlar værn fæddir af öðr- um gerlum. Virtist þannig fyrir fullt og allt vera gengið af sjálf- kviknunarkenningunni dauðri. Um svipað leyti sýndi Charles Darwin fram á þróun æðri líf- vera úr lægri stigum. Ljóst var af fundi steingervinga úr eldri jarð- löguin, að fyrr á öldum jarðsögunnar liefðu jurtir og dýr verið frum- stæðari en nú er og virtust lífverur reyndar ætíð einfaldari eftir því sem leitað var aftar í tímann. Af þessu mátti draga þær ályktanir að allar hinar íjölmörgu og flóknu lífverur eins og við þekkjum þær í dag hefðu þróazt á ævalangri jarðsögu úr hinum einföldustu gerð- um. Oft er vitnað til afsannana Pasteurs á sjálfkviknun lífs úr ólífrænu efni sem alhæfa skýringu á viðfangsefninu, en þótt Pasteur tækist að sanna, að gerlar spryttu ekki úr æti, var vafasamt, að draga mætti af því þær ályktanir, að lifandi efni væri ekki undir nein- um kringumstæðum myndað úr dauðu. Þessi aukna þekking, sem hafði áunnizt með tilraun Pasteurs, varð því til þess að raunveru- lega var stigið spor afleiðis á braut rökréttrar skýringar í átt að nútímaskilningi á myndun h'fs úr ólífrænu efni. Því, eins og síðar verður vikið að, hallast menn nú enn að eins konar sjálfkviknunarkenningu, enda þótt í nokkuö öðrum skiln- ingi sé. Vegna áhrifa af skýringum Pasteurs, var því lítið komizt nær því að skýra uppruna lífs hér á jörðu. Gæti líf aðeins fæðzt af öðru lífi hlaut það helzt að hafa borizt til jarðar utan úr geimnum. Þegar hér var komið sögu var því enn leitað til hinna aldagömlu hugmynda Grikkja um, að lífið væri alheims fyrirbæri, eins konar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.