Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 27
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN 119 3. myncl. Súrefnissnauðar gastegundir losna við eldgos úr storknandi bergi og sameinast með orku fenginni úr eldingum í flóknari efnasambönd, ef til vill frumstæð eggjahvítuefni. Myndin er tekin al' eldingum yfir Surtsey I. desember 1963 (Sigurgeir Jónasson). ingu á því, hvernig lílrænt eggjahvítuhnoð gat orðið að lifandi frumu. Þó er athyglisverð sú vitneskja, að það sem skilur á milli í byggingu hinna lægstu lífvera og þessara smásæju hnoða er meðal annars kjarnasýruefnið. Allar lífverur, hverju nafni, sem þær nefnast, allt frá einfrum- ungum upp í flóknustu fjölfrumunga, eru byggðar úr eggjahvítu- sambcindum ásamt kjarnasýru. Jafnvel hinar örsmáu veirur, sem brúa bilið milli lífræns efnis og lífvera samanstanda af þessum tveimur efnaflokkum. Hér að framan hefur verið leitazt við að rekja sögu þeirra hug- nrynda, sem menn hafa gert sér um sköpun eggjahvítuefnisins. En hverjir eru hinir sérstæðu eiginleikar kjarnasýrunnar og hvernig er bygging hennar? Frumufræðingar og erfðafræðingar höfðu eftir ýmsum leiðum veitt því athygli, að litþræðir í kjarna frumunnar stóðu í nánu sambandi við arfgengi og virtust stjórna efnaframleiðslu frumunn- ar, uppbyggingu eggjahvítunnar með aðstoð ýmissa gerhvata. Ákveð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.