Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 28
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. mynd. Fundizt hafa frumstæð kolefnissambönd í ýmsum loftsteinum. Sú spurning hefur vaknað, livort um sé að ræða óllfræn kolefnissambönd mynduð á frumöldum sólkerfisins eða hvort loftsteinarnir hafi að geyma leifar af lif- verum annarra reikistjarna, sem jaínvel hafa borizt liingað frá fjarlægum sól- kerfum. (Brian Mason). in svæði á litþræðinum stjórna sérstökum verksviðum og voru nefnd gen. Litþræðirnir reyndust vera settir saman af eggjahvítu- efni og kjarnasýrum, sem nefndar voru, vegna efnafræðilegra sam- setninga, deoxyribokjarnasýra og ribokjarnasýra og ganga til stytt- ingar oftast undir skammstöfunum DNA og RNA. Kjarnasýrurnar fremur en eggjahvítuefnið virtust ráðandi í stjórn litþráðarins yfir frumunni. Kjarnasýran reyndist byggð upp af þremur grundvallar- efnum. í henni var sykurtegund (ribos eða deoxyribos), fosfórsam- bönd og lífræn lútasambönd af fjórum gerðum, sem heita adenín, thymín, cytosín og guanín, en þeir lútar eru til hægðarauka oft skammstafaðir með stöfunum A, T, C og G. Eftir ýmsum flóknum efnafræðilegum og kristallafræðilegum aðferðum tókst að sýna, að kjarnasýra var byggð sem gormlaga stigi. Voru meiðar stigans gerðir úr sykri og fosfórsamböndum, en þrepin úr A, T, C og G lútunum, þannig að tveir lútar eða tveir stafir voru í hverju þrepi, og stöfuðu lútarnir dulmál erfðanna. Þrepin í hverri kjarnasýrusameind eru ótölulega mörg og í margs konar niðurröðun. Hvert það gen, sem stjórnar byggingu ákveðins

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.