Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 121 5. mynd. Hinar einföldu veirur eru byggðar upp af jöfnu af eggjahvítu og kjarnasýru. T2 veiran er sem flugdreki í lögun, nieð liaus og liala úr eggja- hvítu, en inni í eggjahvítuumgjörð höfuðsins liggur kjarnasýran. Kjarnasýrusameindir eru arfberar allra lifandi vera og ein aðal uppistaða í veirunni, sem liggur á útjaðri þess, sem lilir. Þessar T2 veirur eru stækkaðar 200.000 sinnum með rafeindasmásjá (Jacob og Wollman, Scientific American). eiginleika lífverunnar er myndað úr sérstakri samröðun lútapara. I il glöggvunar má hugsa sér parið sem atkvæði í löngu orði gens- ins. Augljóst er, að unnt er að mynda hin fjölbreytilegustu gena- orð með ótölulegum samröðunarmöguleikum lútatkvæðanna. Sé teygt úr kjarnasýrugormi lítillar veiru, er hann aðeins brot úr millimetra, en í honum eru samt um 170.000 þrep, er ráða yfir duhnálslykli hinna ýmsu erfðaeiginleika veirunnar, sem erfast óbreytt til afkomanda, þegar veirunni fjölgar. í stærri og flóknari lífverum er kjarnasýruband litþráðanna lengra og orðaforði dul- málslykilsins fjölbreyttari. Séu lagðir saman litþræðir og teygt úr kjarnasýrugormi einnar frumu mannlegs líkama mundi hann verða metri að lengd, enda býr hann yfir 16 milljörðum þrepa og hinni flóknustu erfðafræðilegu uppskrift. Árið 1953 tókst þeim James D. Watson og Francis H. C. Crick að sýna fram á þessa byggingu kjarnasýrunnar. Þeir sýndu einnig, að bygging kjarnasýrustigans var þannig gerð, að hún gat rofnað að endilöngu og greiðzt í sundur líkt og brautir á rennilás. Þetta skeði við hverja frumuskiptingu. Hinar tvær nýju dótturfrumur fengu sinn helming stigans hvor og gátu byggt upp nýjan kjarna- stiga með gamla meiðinn að uppistöðu með því að safna andspænis á hann þrepum og meiðabútum úr umhverfinu. Þannig hélzt hin sérstæða samröðun lútaþrepanna í stiganum kynslóð fram af kynslóð eilíflega, án breytinga og því eru tegundir lífvera svo sjálfum sér samkvæmar að eðli. Ekkert er þó óbrigðult í þessum heinri, og eins getur orðið prentvilla í uppbyggingu hins nýja kjarnasýrustiga, með þeim afleiðingum, áð stökkbrugðið gen mynclast í hinni nýju frumu, áhrifavaldur nýs eiginleika.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.