Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 30
122 NÁTTÚ RU FRÆÐI N GURINN Væri samröðun Jrrepanna óbrigðul með öllu hefði engin Jrróun átt sér stað og lífverurnar væru enn á frumstigi. Hin sjaldgæfa villa í endurprentun kjarnasýrustigans er hins vegar grundvöllur breyti- leikans, sem gefur tilefni til samkeppni og úrvals meðal fjölbreyttra einstaklinga og veitir nýjan efnivið til framhalds þróunar. Hins vegar er stöðugleiki í byggingu og lútarsamröðun kjarnasýrunnar ásamt sjálfsfjölgunarhæfni hennar valdur að festu í Jiroska og við- komu einstaklinganna. Upphafleg myndun kjarnasýrunnar á þróunarbraut hins lífræna efnis skapaði festu í byggingu eggjahvítunnar. Þar sem áður hafði ríkt skipulagsleysi, var nú byggt samkvæmt áætlun. Kjarnasýran var gædd sjálfsfjölgunarhæfni og gat skipað fyrir um uppröðun á amínósýrum í ákveðin eggjahvítuelni. Hér höfðu skapast tímamót í þróun lífræns efnis. Endurtekningarháttur kjarnasýrunnar, sem telja má bera vitni um líf, var komin fram á sjónarsviðið. Það má geta J^ess hér, að í tilraun, sem framkvæmd var við Kaliforníuhá- skóla, hefur tekizt að framleiða adenín, einn af fjórum fútum kjarnasýrunnar, við Jrað að geisla blöndu af methani, ammoníaki og vatni. Ef til vill gerðist nýmyndun kjarnasýrunnar hér á jörðu um það bil fyrir þremur milljörðum ára. Hugsanlegt er, að þróun lífræns efnis úr ólífrænu fram að þeim tíma, hafi tekið um tvo milljarða ára. Þannig, að frumlíf hefji þróun sína hér á jörðu fyrir fimm milljörðum ára. Er sú aldursákvörðun meðal annars miðuð við Jrað, að elztu frumuleifar, sem fundizt hafa i jarðlögum, eru taldar vera tveggja milljarða ára gamlar. Leifar Jtessar ertt af blá-græn- þörungum, sem komnir eru það langt á þróunarbraut, að vart er hugsanlegt annað en að tekið hafi milljarð ára fyrir Jrá að þróast úr einföldum gerðum lífsins, svo sem úr gerð frumstæðra gerla. Þannig gerlar eru til, sem enn fá orku sína við sýringu ólífrænna efna, svo sem brennisteins og járns og eru ef til vill afkomendur frumgerla, sem staðnað hafa á þróunarbrautinni. Löngu seinna á þróunarbrautinni komu fram einstaklingar með blaðgrænu, sem gátu beizlað orku sólarljóssins lífsstarfi sínu til framdráttar. For- feður plantna voru að þróast. Með ljóstillífun bundu frumplöntur koltvísýring og vatn og skiluðu súrefni út í lofthjúpinn, og súrefnis- magn loftsins fór vaxandi. Þá komu þær frumur fram, forfeður dýra, sem neyttu súrefnis

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.