Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 32
124
NÁTTÚRUFRÆÐl NGURJN N
un dýra. Nýjum áfanga var náð í þróun Jiins lífræna efnis, en
Irægfara Irrigð kjarnasýrunnar með samkeppni milli einstaklinga og
úrvali Jiélt áfram um árþúsundaraðir að skapa og móta ótölulegan
tegundafjölda plantna og dýra, sem við með sjálfsánægju teljum
rísa hæst í manninum.
Þess var áður getið, að kolefnið væri grundvallarfrumeind lrins
lífræna efnis. Allt lífrænt er mismunandi flókið efnasamband kol-
efnis. Fráleitt er að ætla, að kolefnissambönd séu einskorðuð við
okkar jörð. Kolefnið er alheimsefni, og er eðlilegt að álykta, að
lífræn efni og Jíf geti þróazt víðar í geimnum á hnöttum þar, sem
liagstæð skilyrði eru fyrir hendi. Að vísu lrafa stjörnurýnendur og
nútíma geimför ekki getað sýnt fram á, að líf væri á nærliggjandi
reikistjörnum. Hins vegar hafa fundizt kolefnasambönd í loftstein-
um, sem ekki eru óáþekk steingerðum veirum eða frumum í lögun.
Gæti sá fundur bent til þess, að Jífrænt efni sé ekki óalgengt utan
okkar jarðar, og gæti verið á ýmsu þróunarstigi. Á okkar hnetti
eru lífverur einnig á ýmsum stigum þróunar og lralda áfram að
þróast. Ekki er talið, að nýsköpun lífs eða Jífræns efnis eigi sér
nú stað liér á jörð. Við látum okkur nægja að álykta, að aðstæður
fyrir nýmyndun lífs Jrafi einungis verið liæfar fyrir 5 milljörðum
ára, þegar lofthjúpur jarðar var án súrefnis og samanstóð af methani,
ammóníaki, kolsýrlingi og vatnsgufu.
Enda þótt lífræn efni gætu myndazt, yrðu þau efalaust jafn-
skjótt innlimuð í stærri sameindir eða gleyptar af lífverum, sem
fyrir eru. Hið nýmyndaða lífræna el'ni yrði því ekki uppliaf nýrra
kynslóða eins og það, sem myndaðist liér á jörðu í árdaga.
Charles Darwin skrifaði árið 1871: „En ef (og þvílíkt!, þvílíkt ef)
unnt væri að sýna fram á, að í einhverri volgri tjörn, sem í væru
alls kyns ammoníak og fosfórsölt, ljós, hiti og rafmagn, væri eggja-
hvítuefni að myndast kemiskt og tilbúið að taka enn ílóknari breyt-
ingum.“
Svíinn Gösta Ehrenswárd telur í bók sinni, Lífið: Uppruni þess
og þróun, sem kom út á ensku 1962, að Jífrænt efni hefði getað
tekið á sig flóknari myndir í nánd við jarðvarma. Aðstæðurnar
hlutu að vera i'remur sjaldgæfar en á eins eða tveggja milljarða ára
tíma gat töluvert myndazt af peptid-keðjum, segir hann.
VeJ má þó vera að slíkar aðstæður, sem í árdaga komu af stað
nýmyndun lífs, geti myndazt enn í dag. Helzt er að vænta þess á