Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 38
130 NÁTTÚ RUFRÆÐ I N G U RI N N 2. mynd. Bergið hjá Garðsenda. Örin sýnir, hvar efni var tekið til aldurs- ákvörðunar. Fig. 2. The Gardsendi cliff. Location of sample for age determination indicated by an arrow. vitaskuld jarðveg ofansjávar, enda gerði hann ráð fyrir, að Heima- ey hefði oftar en einu sinni risið úr sjó og dýft sér í aftur, eftir að túffmyndun A varð til, og hallinn á lögum þeirrar myndunar væri ekki upprunalegur heldur til kominn við höggun. Núna, eftir það sem af er af eldgosinu í Surtsey, erum við reynsf- unni ríkari. Þar hafa nú á nokkrum misserum hlaðizt upp álitlegar hæðir úr túffi, sem að stærð, landslagi og gerð ertt að kalla eftir- mynd „suðurfellanna“ í Heimaey. Og hin þykka hraunspilda, sem einnig myndaðist í Surtseyjargosinu, er á sama hátt sambærileg við Stórhöfða- og Helgafellshraunin í Heimaey. I Surtsey myndaðist þetta allt ofansjávar og án nokkurrar vendegrar höggunar, og blasir þó víða við glöggt mislægi milli myndana einnar og annarrar lotu gossins. Ekkert sé ég því til fyrirstöðu, að allur suðurhluti Heimaeyjar sé myndaður með mjög svipuðum hætti og Surtsey, þ. e. í fáum, Jangvinnum eldgosum ofansjávar. Þó hafa þau verið fleiri en eitt;

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.