Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 46
138 N ATTU RU FRÆÐ I N GU RI N N tók í’yrr upp af Faxaflóa en Suðurlandsundirléndi og sú lyfting lands úr sjó, sem var afleiðing af léttingu jökulfargsins, hófst fyrr við Seltjörn en við Þjórsá. Hlíðardalsskóli Við gröft fyrir húsgrunnum, leiðslum o. fl. hjá Hlíðardalsskóla í Ölfusi hefur oftar en einu sinni verið sprengt niður úr þunnum helluhraunsjaðri, svo að undirlag lians hefur komið í ljós. F.r þar sums staðar moldarlag undir hrauninu og yfirborð moldarinnar litað svart af koluðum jurtaleifum. Sigurður Þórarinsson náði þarna sýnishorni af svarta laginu haustið 1956 og eftirlét mér til að senda það til aldursákvörðunar í Uppsölum ásamt mínum sýnishornum. Bæði í þessu og öðrum sýnishornum, sem ég hef séð úr sama jarðvegslagi, eru jurtaleifarnar muldar í dust og með öllu ókenni- legar berum augum. Þó tókst Bergþóri Jóhannssyni mosafræðingi að greina í smásjá mosategundina Mnium punctatum í sýnishorni, sem Þorleifur Einarsson tók í skurði hjá Hlíðardalsskóla sl. sum- ar. Þessi mosi er hér algengur á votlendi. Samkvæmt rannsókn og niðurstöðum Þorleifs Einarssonar hefur hraunið, sem nú þekur jurtaleifarnar hjá Hlíðardalsskóla, komið upp í svonefndum Leitagíg suðaustan undir Bláfjöllum á háhrygg Reykjanesfjallgarðs. Þaðan, telur Þorleifur, að mikið hraun hafi runnið, ekki aðeins suður af hjá Hlíðardalsskóla og allt til sjávar í Þorlákshöfn, heldur einnig norður og norðvestur, um Svínahraun, Lækjarbotna, Rauðhóla og í mjóum taumi niður með Elliðaám út í Elliðavog i Reykjavík; m. ö. o., hraunið í Þorlákshöfn og Elliðaárhraun séu eitt og liið sama. Þorleifur gaf því nafnið Leita- hraun (Þorl. Einarsson 1960). Hraunið í Þorlákshöfn og hjá Hlíðardalsskóla virðist augljóslega rétt rakið til upptaka í Leitagíg. En hitt hefur mér virzt helzt til djarfleg staðhæfing, að Elliðaárhraun sé þar upp komið í sama gosi, því að á hinni löngu leið þaðan út í Faxaflóa er það á kafla hulið um þvert af yngri hraunum, sem kynnu einnig að hylja upptök þess. Elliðaárhraunið var fyrst hrauna hér á landi (ef ekki á jörðu?) aldursákvarðað með C14-aðferðinni. Hollenzkur jarðfræðingur, }. Hospers, sendi mó úr undirlagi þess hjá Elliðaárbrúm til aldurs- ákvörðunar í Chicago árið 1950 (sbr. Náttúrufr. 1964, bls. 99 og 136). Aldur þess reyndist 5300 ± 340 ár. Þess ber að gæta, að

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.