Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1967, Síða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 æðar, sem veita honum inn í stærri vessaæðar, er loks flytja vess- ann inn í blóðrásina. Jafnframt síast nýr vessi út úr háræðum blóð- æðakerfisins. Þar sem blóðrásin er lokuð hringrás blóðæða: slag- æða, háræða og bláæða, fer vessarásin aðeins hálfa hringrás innan vessaæða: frá frumum líkamsvefjanna til blóðrásarinnar, en efni vessans ferðast hinn helming leiðarinnar sem hluti blóðs innan blóðæðakerfisins, svo sem þegar hefur verið lýst. Hér verður ekki gerð frekari grein fyrir samskiptum blóðs og vessa, þótt þau séu þess raunar verð. Ekki verður heldur rakin blóðrásin og ráðstafanir líkamans til að ternpra hana, heldur verður reynt að gera nokkra grein fyrir blóðinu. Gerð blóðs Innan æða og hjarta meðalmanns eru um fimm lítrar af vökva, blóði. Framan af voru hugmyndir manna um rúnnnál blóðs næsta óvissar. Fyrstu árangursríkar tilraunir til að mæla blóðmagn manna voru gerðar árið 1855, er tæmt var allt blóð af réttuðum misindis- mönnum. Síðustu dreggjarnar náðust úr þeim með því að dælt var gegnum æðakerfi þeirra saltupplausn, unz allur litur var af vökvanum, sem út rann. Nú er hægt að mæla með sæmilegri ná- kvænmi blóðmagn manns, þannig að hinn mældi geti öðlazt hlut- deild í niðurstöðu mælingarinnar. Er þá dælt í blóðið tilteknu magni af einhverju efni, sem dreilist jafnt um blóðið allt, en leitar ekki út úr því. Magn þessa efnis er síðan ákvarðað í ákveðnu rúmmáli blóðs. Þynning efnisins er mælikvarði á blóðmagnið. Við svona mælingar hefur t. d. verið beitt kolmónoxíði og geislavirk- um rauðum blóðkornum, hvorutveggja að sjálfsögðu í svo litlu magni, að ekki hlýzt tjón af. Tæpur helmingur blóðs er með frumuskipulagi — blóðkornin, en hitt er fljótandi — blóðvökvi eða blóðsegi (plasma). Blóðkorn eru af þremur megingerðum: rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur. Eru hvítu blóðkornin stærst en fæst, hin rauðu flest, en blóðflögurnar minnstar. Rnuð blóðkorn Rauð blóðkorn eru kringlóttar flögur, kjarnalausar, þynnstar um miðjuna. Þvermál kringlunnar er innan við 1 /5 0oo mm, eða um 8—9 [i (p eða míkrón cr i/^ooo mm). í mannsblóði eru um 5

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.