Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 56
] 48 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ].—2. mynd. lilóðkorn úr manni. Á báðum myndunum sjást rauð blóðkorn, kjarnalaus, þynnst í miðjunni. Á miðri vinstri myndinni er hvítt blóðkorn, með dökkleitum, óreglulega löguðum kjarna, cn á miðri mynd til hægri eru blóðflögur. í rauninni eru blóðflögur og hvít blóðkorn litlaus og gegnsæ, en blóðhimnan á myndunum hefur verið lituð með sérlegum litum, er gera margt í fari blóðkorna vel sýnilegt í smásjá. því að þau eru ýmist í blóðinu eða utan þess, og trúlega verða ýmsar tegundir þeirra misgamlar. Venjulegasta gerðin, sem í bein- merg myndast, er talin endast 10—14 daga að meðaltali. Myndun og afdrif livítra blóðkorna í eitlum býr ylir rnörgum óráðnum gát- um. Þar myndast hvít blóðkorn svo hratt, að nægja mundi til að endurnýja heildarmagn þessara korna í blóði oft á dag, en þó benda mælingar til, að sum þeirra endist allt að 80—100 daga. Menn vita ekki, hvað verður um öll þessi blóðkorn, en sumir láta sér detta í hug, að þau fari inn í beinmerg og komi þar á einhvern hátt við myndunarsögu blóðkorna, hvítra og rauðra. Annars halda menn helzt, svo sem áður er sagt, að hvítu blóðkornin, sem í beinmerg myndast, séu orðin til úr sams konar frumblóðkornum og hin rauðu, en e. t. v. gætu þessi frumblóðkorn aftur rakið ættir til hvítra blóðkorna úr eitlum. Margs kyns blóðsjúkdómar koma fram sem raskað hlutfall milli mismunandi gerða hvítra blóðkorna og röskun á heildarfjölda þeirra (t. d. hvítblæði). Ef þunnri blóðhimnu er strokið á gler, sem síðan er brugðið undir smásjá, sjást rauð blóðkorn vel, en hin hvítu ógreinilega, enda tær og litlaus. Með vissum litunaraðferðum koma

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.