Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 58
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
150
vökva, sem getur leitt til krarnpa og gengið að manninum dauðum.
Þetta var allvenjulegur kvilli með námamönnum, sem svitnuðu
mjög í hita námanna, unz farið var að gefa þeim salt til uppbótar
því, sem tapaðist með svitanum. Hormónatruflanir geta líka leitt
til röskunar á saltjafnvægi (sjá t. d. pistil um thyreokalsítónín í
síðasta hefti Náttúrufræðingsins).
Eggjahvítuefni blóðvökva gegna margvíslegu hlutverki. Þau halda
réttri seiglu á blóði og stuðla ásamt söltum og fleiri efnum að réttu
osmótísku gildi þess eða uppsogsþrýstingi, sem er nauðsynlegur til
að halda vatni og ýmsum efnum innan blóðrásarinnar. Án nægilegs
eggjahvítumagns í blóðvökva dregst vökvi út úr blóðinu til vefj-
anna umhverfis æðarnar. Ennfremur eru eggjahvítuefni blóðvökva
næringarefni, sem frumurnar nota til endurnýjunar eggjahvítu
sinni. Ýrnis mikilvæg efni berast líka um líkamann bundin eggja-
hvítu í blóðvökva.
Ónœmi
Tiltekin eggjahvítuefni blóðvökva valda ónæmi líkamans, sem
skiptir miklu máli, m. a. um varnir líkamans gegn sjúkdómum.
Er maður smitast af sjúkdómi, orsakast einkenni sjúkdómsins af
framandi eiturefnum — eggjahvítuefnum gerla, veira eða annarra
smitvera. Um nokkurt skeið er líkaminn varnarlaus gegn þessum
eiturefnum, en síðan er því líkast sem einhverjar frumur, líkast til
frumur í eitlum (plasmafrumur), „taki mál af“ Jressunr eitruðu
eggjahvítuefnum og smíði sérhæfð eggjahvítuefni — mótefni, sem
bindast eiturefnunum og gera þau óvirk. Þessi mótefni eru nú
framleidd í miklu magni og berast um líkamann, unz eitrið er allt
óvirkt gert og fullur sigur unninn á veikinni og sýklunum. Um
nokkurt skeið eftir að veikinni lýkur — mislangt, eftir því hver
sjúkdómurinn er — heldur framleiðsla mótefnanna áfram, og þá
er líkaminn ónæmur gegn veikinni. Ónæmi gegn sumum sjúkdóm-
um — framleiðsla mótefnanna — helzt ævilangt: þessa sjúkdóma fær
hver maður aðeins einu sinni á ævi. Læknisfræðin kann skil á
aðferð til að framkalla ónæmi gegn sjúkdómum án þess menn
veikist af þeim — með bólusetningu. Þá eru sérlegir stofnar sýkla
ræktaðir á rannsóknarstofum lækna, stofnar, sem valda ónæmi gegn
veikinni án þess að framkalla sjúkdómseinkennin. Stöku sinnum
má finna svona stofna í náttúrunni, svo sem er Edward Jenner,