Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1967, Side 62
154 N ÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN Um síðustu aldamót uppgötvaði austurrískur læknir, dr. Karl Landsteiner, að hægt er að ilokka menn í fjóra flokka eftir gerð blóðs, og blóðgjöf milli flokka er oft varhugaverð. Hann birti árangur rannsókna sinna árið 1901. Flokkar þessir eru nú kallaðir A, B, AB og 0 (núll). Orsök þess, er blóðgjöf lánast ekki, er með- fædd mótefni, sem margir menn hafa í blóðvökva gegn rauðum blóðkornum annarra. í blóðkornum geta verið tvenns konar efni, kölluð A og B, sem mótefni eru til gegn. Efnið A er í A-flokks blóð- kornum, efnið B í B-flokks blóðkornum, en bæði efnin í rauðum blóðkornum manna af AB-iiokki. 0-flokks blóðkorn eru án beggja þessara efna. Hins vegar hafa 0-flokks menn mótefni gegn bæði A- og B-blóðkornum í blóðvökva sínum, A-flokks menn gegn B; í B- flokks blóðviikva er mótefni gegn A-kornum og í AB-blóði hvorugt mótefnið, sem vel er. Þegar til dæmis A-flokks blóð er gefið B- flokks manni, ráðast mótefnin í blóðvökva blóðþega á A-blóðkorn frá blóðgjafa og hlaða þeim saman í stafla, sem stífla fíngerðar háræðar hans og valda honum oft bana. Hins vegar verða mótefni í blóðvökva blóðgjafa sjaldan til að spilla blóðkornum blóðþega, nema þeim mun meira blóð sé gefið. Stafar þetta kannski af því, að blóðvökvi blóðgjafa þynnist verulega í líkama blóðþega, svo að mótefna blóðgjafa gætir ekki. Af þessu leiðir, að 0-flokks rnaður getur gefið öllum blóð (í blóðkornum hans er hvorki A- né B- efni), en þolir aðeins blóð eigin flokks. Menn af AB-flokki þola I) 1 óð allra, þar eð þeir hafa hvorugt mótefnið í blóðvökva; en geta aðeins gefið blóð mönnum sama flokks. Menn af A- og B-flokki þola eigin blóðflokk og 0-blóð, en geta gefið eigin íiokks mönnum og AB. Til öryggis er þess samt jafnan gætt, að blóðgjafi og blóð- þegi séu af sama blóðflokki. Uppgötvun Landsteiners olli gerbyltingu í afstöðu manna til blóðgjal'a. Síðan hafa menn uppgötvað, að hægt er að flokka menn eftir fjölda annarra blóðflokkakerfa en ABO-kerfi. Hægt er að skipta öllu mannkyni eftir hverju þessara kerfa, en ekkert blóð- flokkakerfi er jafnmikilvægt ABO-kerfinu við blóðgjöf. Stafar það af því, að mótefni gegn þeim efnum, sem aðgreina menn þessara blóðflokka, myndast sjaldan eða aldrei í mönnum. Hins vegar hafa J) essi kerfi, ásamt ABO-blóðflokkakerfinu, erfðafræðilega og réttar- læknisfræðilega þýðingu, |)ví að erfðir margra Jæirra eru þekktar, svo að J)eim má beita við erfðafræðilega skyldleikakönnun (t. d.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.