Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 63
NÁTT ÚRUFRÆÐIN GURINN 155 við samanburð þjóða eða kynflokka) og í faðernismálum. Eitt kerfi kemur þó verulega við sögu auk ABO-flokkanna, þegar bfóð er gefið, en það er rhesus-kerfið. Er blóðgjafir urðu algengar á þessari öld, varð stöku sinnum vart mistaka, þótt blóðflokkun skv. ABO- kerfi hefði verið rétt framkvæmd. Ennfremur kom fyrir, að börn fæddust með alvarlegan blóðsjúkdóm — voru eða urðu fljótlega heiðgul og dóu oftast innan skamms, er rauð blóðkorn þeirra hlupu saman í kekki og leystust upp. Ekki datt víst neinum í hug, að samband væri þarna á milli, en árið 1940 skýrði Landsteiner ásamt samstarfsmanni sínum Wiener frá nýju blóðflokkakerfi, sem rekja mátti bæði þessi fyrirbæri til. I rauðum blóðkornum flestra manna (um 85% hvítra manna í V-Evrópu og N-Ameríku) er svo nefnt rhesus-efni, qg teljast þessir menn til blóðflokks Rh-)-, en hinir (Rh-^-) hafa þetta efni ekki í blóðkornum sínum. Allir menn geta þegið Rh-^- blóð, en Rh~ menn þola Rh-f- blóð einu sinni (þess vegna uppgötvaðist blóð- flokkakerfið ekki fyrr). En Rh-þ blóð í líkama Rh-f- manns fram- kallar myndun mótefnis, sem eyðir Rh-þ blóðkornum, ef maðurinn fær síðar blóð þess flokks, og verður það oft hans liani. Ónæmi gegn rhesusefni er sem sagt áunnið — sambærilegt við ónæmi gegn smitsjúkdómum: menn verða að fá efnið í sig til að mynda mót- efni gegn því — þar sem ónærni gegn A og B blóðkornum er meðfætt. Um ungbarnadauðann er það að segja, að mæður barnanna reynd- ust alltaf rhesus-neikvæðar, en börnin af Rh-j- flokki. Einnig var venjan, að ekkert yrði að börnum nema móðirin hefði alið nokkur rhesus-jákvæð börn áður, eða hefði að öðrum kosti fengið Rh-U blóð einhvern tírna ævinnar. Við þessar aðstæður myndar konan mótefni gegn rhesusefni barna sinna, þar sem rhesusefnið síast oft frá fóstri til móður á meðgöngutíma. Mótefnismyndunin eykst eftir því sem konan gengur með fleiri Rh-þ fóstur, unz magn mótefnis verður háskalegt börnunum. Ef konan hafði fengið Rh-þ blóð var að sjálfsögðu mikið mótefnismagn í blóði hennar. Rh- jákvæð kona getur vitanlega gengið með Rh~ fóstur því að skað- lausu, þar eð mótefni myndast ekki gegn Rh-f- blóðkornum. Oft má bjarga börnunum með því að skipta um blóð í þeim nýfæddum. Bæði A-blóðflokkur og rhesus-flokkarnir skiptast í undirflokka, sem liafa erfðafræðilega þýðingu, en skipta sjaldan máli við blóð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.