Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 67

Náttúrufræðingurinn - 1967, Page 67
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 159 Fréttir Veiða hýenurnar i Ijónin? Lesendur dýrafræðirita og Tarzanbóka munu minnast þess, að hýenur eru jafnan taldar hrædýr, er sjaldan ráðast á lifandi dýr nerna á lasburða eða deyjandi skepnur. Hýenurnar eru sagðar elta „hugaðri" rándýr, svo sem ljón, og deila leifum þeirra með gömm- um og öðrurn hrædýrum. Nú er svo að sjá sem menn hafi um langan aldur vanmetið „hugrekki" hýenanna. Víða í Afríku fara nú fram athuganir á útbreiðslu, einstaklingafjölda og lifnaðarhátt- um ýmissa villtra dýra innan friðaðra þjóðgarða. Meðal annars liala á nokkrum stöðum verið athugaðar dílóttar hýenur (Hyaena crocula), en sú tegund er algengust liýena í Afríku sunnan Sahara. hessi dýr fara í allstórum hópum og stunda veiðar að næturlagi. Hýenuhóparnir elta allstór dýr, svo sem sebradýr og antílópur, en hýenurnar eru furðu sprettharðar. Er eitthvert veiðidýranna dregst aftur úr hópnum, leggjast hýenurnar á það, glefsa í það aftanvert og vinna oftast á því á skammri stundu. Á daginn sjást hýenur sjaldan veiða stór dýr, en vappa þá kringum hræ dýra — sem þær hafa kannski veitt um nóttina. Mun þar skýring ríkjandi hugmynda um matarvenjur þeirra. Rannsókn þessi hefur ekki staðið lengi né heldur farið víða fram, svo að ekki verða dregnar traustar alhæfingar af henni um lifnaðarhætti hýena yfirleitt. En vísindamennirnir, sem að athugun þessari standa, telja, að ljónin, sem lifa á athugunarsvæði þeirra, nærist einkum á hræjum, sem flekkóttu hýenurnar leifa. Lengd sólarhringsins lil forna lesin úr kóröllum? Stjarnfræðingar hafa sýnt fram á, að sólarhringurinn hefur á liðnum öldum í sögu jarðar verið styttri en nú. Stafar lenging sólar- hringsins af áhrifum tunglsins, en flóð og fjara skapa viðnárn, senr dregur úr snúningshraða jarðar. Ekki ætla menn, að jressi seinkun nemi meiru en um 2 sekúndum á hundrað þúsund árum, en það er nóg til þess, að hægt er að sýna fram á breytta lengd sólarhrings- ins á sögulegum tíma út frá gömlum skýrslum um myrkva á sól og tungli.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.