Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 12
inu. En þegar orðið hvassviðri er not-
að hér á eftir, táknar það, að 8 til 9
vindstig (og sumstaðar meira) hafi að
öllum líkindum verið víða á landinu.
Sums staðar eru einnig notuð sterk-
ari orð, svo sem ofviðri, sem hér
merkir verra veður en hvassviðri.
Árgœskan 1880
Árið 1880 voraði svo vel, að menn
mundu vart annað eins. í Borgarfirði
var talið, að hvorki hafi frosið eða
snjóað frá því í góubyrjun. Vötn á
Arnarvatnsheiði voru íslaus um miðj-
an einmánuð, sem telja má með ein-
dæmum. Skógur í Borgarfirði varð
grænn skömmu eftir 10. maí. Fiskár
var gott og heyskapur gekk vel, enda
þurrkar góðir og hlýindi. Menn voru
því vel undir vetur búnir. Veður voru
þokkaleg um haustið fram í miðjan
nóvember, en talsvert frost var dag
og dag, enda haustið í hópi hinna
köldustu.
Desember 1880
Fyrsta til tólfta desember var hæð
yfir Mið-Evrópu, sem þokaðist vestur
á bóginn og var lengst af 1025 til 1085
mb. Önnur hæð var yfir Grænlandi,
en mjög misöflug. Hún var rnest þ. 1.,
1030 til 1035 mb. Milli þessara hæða
var lengst af hæðarhryggur, senr lá
nærri íslandi og lægðir skutust öðru
hverju yfir.
Fyrstu tvo dagana var NA-átt á
landinu, talsverður strekkingur, en
víðast þurrt. 2. desember fór vindur
að snúast til austurs við suðurströnd-
ina og þykknaði upp, enda nálgaðist
lægð úr suðvestri. Næstu dagar urðu
jreir hlýjustu í mánuðinum. Dagana
3.-5. desember rigndi á suður- og
vesturlandi í sunnanátt, en síðan
snerist vindur rneira til vesturs, enda
lægðin komin norður fyrir land.
Hitaskil virðast hafa legið skarnmt
suðaustur af landinu 7. desember en
þá var úrkoma á mestöllu landinu.
1. mynd. Að morgni 10. desember 1880.
6