Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 37
Hinn 9. apríl fór ég enn að Soginu
og voru þá hvinendurnar alveg liorfn-
ar, en um 60 húsendur sáust á Úlf-
ljótsvatni. Hvítöndin sást hvergi, og
var nú helst rætt um að hún hefði
horfið til síns heima í fylgd með hvin-
öndunum.
I apríl 1975 hófust allumfangsmikl-
ar rannsóknir á öndum á Mývatni.
Hinn 20. apríl voru húsendur á Mý-
vatni og efri hluta Laxár taldar og
flokkaðar eftir kyni og aldri. Þann
dag sást einn hvinandarsteggur með
húsöndum nærri upptökum Laxár, en
annars ekkert óvenjulegt. Rannsókn-
um við Mývatn var fram haldið í
maílok. Að morgni hins 29. maí sáum
við Jón Eldon hvítandarkollu í fylgd
með húsöndum á Breiðu við upptök
Laxár. Hinn 30. maí sást hvítöndin
af'tur og nú á vík í Mývatni rétt utan
við Haganes. í bæði skiptin var hvít-
öndin mikið í ætisleit og sást m.a.
taka hornsíli. Nú gafst gott tækifæri
til þess að mynda hvítöndina bæði í
svarthvítu og lit. Hvítöndin virtist
valda allmiklum óróa með húsand-
anna sem hún var með, og varð hún
fyrir áreitni húsanda af báðum kynj-
um og áleitni húsandarsteggja. Með-
fylgjandi myndir af livítandarkoll-
unni, sem teknar voru á Breiðunni 29.
maí 1975, sýna nokkuð af þessu at-
ferli.
Hvítöndin sást ekki við talningar
á Mývatni snemma í júní, en 9. júlí
sáum við Árni Einarsson hana, og var
hún þá í sárum og alls ófleyg á Ás-
bjarnartjörn rétt fyrir utan Kálfa-
strönd. Hinn 14. júlí var hún enn
á sömu tjörn (Árni Waag). Síðan sást
hvítöndin ekki fyrr cn í ágústlok: 28.
ágúst með 96 húsöndum á Breiðu efst
á Laxá, daginn eftir með 104 húsönd-
um neðst á Geirastaðakvísl og loks
hinn 31. ágúst aftur á Breiðunni. 1
öll skiptin sem hvítandarkollan sást
á Mývatni var hún í húsandarhópum
og voru það yfirleitt hópar steggja
eða geldfugla. Ég tel að yfirgnæfandi
líkur séu á því, að þetta hafi verið
sami einstaklingurinn og sást á Úlf-
ljótsvatni veturinn 1974—75.
Hinn 28. desember 1975 var ég enn
á ferð við Úlfljótsvatn. Sá ég þá hvít-
andarkollu í blönduðum hóp húsanda
og hvinanda syðst á vatninu. Úti á
miðju vatninu kom ég svo auga á
hvítandarstegg innan um aðrar end-
ur, mest húsendur. Talsverður órói
var í Jjessum öndum og l'lugu þær
mikið um. Er ég hafði fylgst með önd-
unum um Jaað bil hálfa klst., kom
hvítandarkollan fljúgandi ásamt hús-
andarhóp, tók lnin sig út úr hópnum
og lenti lijá steggnum. Þennan dag
sáust alls 72 húsendur og 25 hvin-
endur á Soginu, og auk J^ess 13 skúf-
endur, 40 toppendur 19 gulendur, 29
stokkendur og 1 álft. Heildarfjöldinn
var ])ví svipaður og árið áður.
Hvítendurnar sáust eftir Jretta
nokkrum sinnum á Úlfl jótsvatni.
Hinn 25. janúar 1976 sást hvítandar-
])arið með 10 skúföndum syðst á Úlf-
ljótsvatni. Þær voru styggar, flugu
burt og lentu við vesturbakka vatnsins
þar sem þær köfuðu mikið (Erling
Ólafsson, Finnur Logi Jóhannsson,
Jóhann Óli Hilmarsson, Ólafur Niel-
sen og Skarphéðinn Þórisson). Hinn
11. febrúar var ég á ferð með líffræði-
nema við Úlfljótsvatn og sáum við
hvítendur sína í hvoru lagi á vökum
á vestanverðu vatninu. Voru Jtær inn-
an um húsendur (alls 61) og hvinend-
31