Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 55
Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi:
Á hugarfleyi um himindjúpið
Það mun liaia verið snemma á ár-
inu 1973, að ég varð svo hugfanginn
a£ erindum, sem stjörnufræðingurinn
Þorsteinn Sæmundsson flutti í út-
varpið um þá menn, er fyrstir sigldu
hugarfleyjum sínum um himindjúp-
ið með furðulegum árangri, að ég
ákvað að senda lionum línur ásamt
nokkrum spurningum um það efni.
Og þó ég sé nú að staulast á miðjum
áttunda áratugnum og Elli gamla bú-
in að taka bæði andlega og líkam-
lega orku mína í þá bóndabeygju,
sem hún herðir að, þar til yl'ir lýkur,
þá birtist enn í hug mínum fimmtíu
ára draumur, furðulega skýr. Og
þar sem þessi draumur er í órofa
tengslum við eftirfarandi spurningar
og svör, þá segi ég frá honum hér,
sjálfum mér til hugarhægðar:
Fyrir hálfri öld var ég eitt sinn á
heimleið, stjörnubjarta miðsvetrar-
nótt, í stafalogni. Ég var heitur af
göngunni, því þykk lognföl lá þá á
fannbreiðunni, sem viða sökk í. Ég
nam staðar og hallaði mér upp að
steini, senr varð á vegi mínum. Und-
ir höfðinu hafði ég fallega mórauða
tófu, sem ég lrafði skotið nokkru eft-
ir dagsetur.
Það fór ákaflega vel um mig og ég
horfði um stund upp til stjarnanna,
sem mér virtust bæði stærri og skær-
ari en venjulega. Fyrr en varði hafði
draumadísin mín góða tekið mig í
faðm sinn, eins og ég hafði óskað og
— viti mennl Við hlið mína stendur
veiðimaður. Það leynir sér ekki. 1
annarri liendi hefur hann óvenjuleg-
an göngustaf, sem ég þóttist viss um
að væri byssan hans. í hinni hendinni
heldur hann á þeirri fallegustu tófu,
sem ég hef augurn litið.
I fátinu, sem á mig kom við þessa
óvæntu sýn, steingleymdi ég öllum
mannasiðum og sagði víst nokkuð
harkalega, en fullur aðdáunar og
eftirvæntingar, við þennan óvænta
gest:
„Hvar I fjandanum náðir þú í
svona fallega tófu, kunningi? Vilt þú
skipta við mig á henni þessari? Ég
skal hiklaust við fyrsta tækifæri láta
þig hafa aðra mórauða, enn fallegri,
í ofanálag.“
Og nú varð mér fyrst litið framan
í aðkomumanninn. Mér sýndist aug-
un ljóma og hann brosti, en annað
sá ég ekki af andlitinu nerna nefið,
því allur klæðabúnaður hans bar
Náttúrufræðingurinn, 46 (1-2), 1976
49
4