Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 83

Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 83
3. 5. 1963 sá ég 50—70 fljúga í hóp vestur yfir Öldulón á Hnappavöllum. Hinn 21.4. 1965 sá ég þrjá hópa með 20, 25 og 50—70 fuglum á flugi yfir brimgarðinum við Kvískerjafjöru. Við Jökulsá sá ég loks 40 jaðrakana fljúga í hóp til vesturs 26. 4. 1967. Á Fagurhólsmýri sá ég einn jaðrakan 26. 2. 1964 og dvaldi hann þar á tún- inu í nokkra daga. Að sumarlagi hef ég ekki séð jaðrakana í Öræfum. Stelkur Tringa totanus Stelkar hafa verið algengir í Öræf- um sem farfuglar á vorin, en að sum- arlagi höfðu þeir ekki sézt þar fram að árinu 1943, en það ár varð vart við stelka á Fagurhólsmýri í júní. Síðan varð lítið vart við þá í Öræfum að sumarlagi fram að árinu 1955. En í júlí 1957 fann Sigurður bróðir minn fyrsta stelkshreiðrið í Öræfum, en það var á Hofi og þar námu stelk- arnir fyrst land. I Svínafelli varp eitt par 1959 og fann ég þar þrjá nýklakta stelksunga 13. 6. það ár og var það í fyrsta sinn sem þeir urpu þar. Það ár bar töluvert á stelkum á Hofi og Hnappavöllum. Á svæðinu frá Hnappavöllum að Svínafelli fór stelkum síðan smáfjölgandi frant til ársins 1970 og á þessu svæði verpur nú nrikið af stelk. Engum getum skal að því leitt, hvers vegna stelkar tóku ekki að verpa í Öræfum fyrr en eftir 1950. Á vorin fara fyrstu stelkarnir að koma 12. 4. en flestir koma þeir venjulega frá 15. til 25. 4. og oft eru þeir að koma fram að mánaðamótum apríl—maí. Oftast koma þeir í smá- hópum, 10—25 í hóp, en alloft hef ég séð stærri hópa með allt að 60—70 fuglum. Á haustin ber oftast lítið á stelkum í Öræfum, en þó hefur kom- ið fyrir að allstórir hópar þeirra stað- næmist í votlendi á Fagurhólsmýri í september. Á veturna hef ég ekki séð stelka í Öræfum. Rauðbrystingur Calidris ca?iutus Fyrst sá ég rauðbrystinga hér í Ör- æfum árið 1951, en þeir hafa ekki sézt þar árlega fyrr en eftir 1956 og sjald- an hefur borið mikið á þeim. Þeir koma venjulega frá 5.—15. maí, í mjög þéttum hópum og oftast margir í hverjum hóp eða sjaldan færri en 100—200. Er líkast því sem rautt ský þjóti yfir fjörunni þegar þeir koma á vorin, en rnjög sjaldan staðnæmast þeir þá, heldur halda áfram til suð- vesturs meðfram fjörunni. Hef ég ein- göngu séð rauðbrystinga á svæðinu frá Jökulsá að Ingólfshöfða. Eftir 20. ágúst fara rauðbrystingarnir að koma frá Grænlandi og staðnæmast þá oft í fáeina daga, rnest við svonefnt Öldu- lón á Hnappavöllum. Eru þó ára- skipti að því, hve mikið ber á þeirn á hverju hausti. Þann 29. 8. 1962 bar miklu meira á þeim hér á Kvískerj- um og við Öldulón en endranær, og voru þeir þá í allstórum hópum í nokkra daga. Sendlingur Calidris mdritima Fremur lítið verður vart við send- linga í Öræfurn á sumrin, en mest er um þá frá Kvíá að Fjallsá á Breiða- merkursandi, en á melum þar hafa nærri árlega lundizt bæði egg og ung- ar og tel ég líklegt, að oft verpi 3—6 sendlingshjón á þessu svæði. Ein sendlingshjón hafa einnig orpið ár- lega við Öldulón á Hnappavöllum. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.