Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 74
vatninu á Kvískerjum. Þann 31. 10.
1944 sá ég þrjár, 1 karlfugl og 2 kven-
fugla. Hinn 17. 5. 1947 sá ég aftur
þrjár húsendur þar og voru það
einnig 1 karlfugl og 2 kvenfuglar.
Staðnæmdust þær aðeins stutta stund
í bæði skiptin.
Hávella Clangula hyemalis
Síðan 1945 hef ég einstaka sinnum
séð hávellur, oftast á Jökulsá og víðar
á Breiðamerkursandi. Einnig hef ég
stundum séð ])ær á sjó frá Jökulsá að
Kvíá. Flestar hef ég séð að vetrarlagi,
frá september og fram í desember, en
sjaldan í janúar—april og aðeins í
tvö skipti í maí og einu sinni í júlí.
Ekki hef ég orðið var við að hávellur
verpi í Oræfurn.
Hrafnsönd Melanitta nigra
Á árunum 1944—1950 sá ég hrafns-
endur í nokkur skipti á Stöðuvatninu
á Kvískerjum, en aðeins einn fugl í
hvert sinn. í öllum tilvikum var um
karlfugla að ræða.
S traumönd Hislrionicus h istrionicús
Á Kvískerjum sá ég straumönd i
sept. 1940 og aftur 18. 10. 1959, að-
eins einn fugl í livort skipti og voru
það kvenfuglar. Þá liélt sig straum-
cind á Jökulsá 29. 9. til 2. 10. 1964 og
aftur 6. II. 1965. Við Ingólfshöfða
hef ég séð straumendur tvívegis á sjó.
Hinn 3. 8. 1968 sá ég þar tvo karlfugla
og einn kvenfugl og 24. 5. 1970 sá ég
þar fimm karlfugla og þrjá kven-
fugla. Hinn 27. 5. 1973 sá ég þar enn
2 karlfugla og 1 kvenfugl.
Æður Somateria mollissima
Æðarfugl er algengur á sjó frá
Jökulsá að Ingólfshöfða, vor og liaust,
en einnig sjást þar oft stórir æðar-
fuglahópar á veturna. Slæðingur af
æðarfugli mun hafa orpið á Breiða-
merkursandi fyrir 1940 en færri eftir
það, oftast aðeins fá pör og varla ár-
lega. Á jökulsá fóru æðarfuglar að
sjást um 1955 og síðan hefur Jreim
farið smáfjölgandi og hin síðari ár
hef ég stundum séð yfir 100 fugla þar.
í ágúst 1961 sá ég fyrstu kollurnar
með unga á Jökulsá. Síðan bar lítið
á æðarungum þar frarn til 1966 en há
komu nokkur pör með unga sína á
ána. Það ár fundust tvö æðarhreiður
í jökulöldum við Jökulsárlónið. Árið
1967 voru nokkrar kollur með unga
á Jökulsá. Virtist ungunum farnast
i'remur vel þar, þrátt fyr'ir nábýli við
svartbaka og skúma, en vera má að
brúargerð á Jökulsá 1966 og 1967
Iiafi veitt ungunum nokkra vernd
fyrir þessum vargfuglum. Eftir 1967
hef ég lítið fylgst með æðarvarpi á
þessum slóðum.
Toppönd Mergus serrator
Að veirarlagi sjást toppendur all-
oft á sjó frá Jökulsá að Ingólfshöfða,
en mjög sjaldan á landi. Árið 1927
fannst þó toppandarhreiður með
eggjum við Stöðuvatnið á Kvískerj-
um. Ekki er vitað til þess, að topp-
endur hafi í annað sinn orpið í Or-
æfum.
Gulönd Mergus merganser
Gulendur hafa sézt flest ár á Öræf-
um, en oftast fáar saman eða mest 10,
en oftast 2—4. Halda þær sig á vet-
urna á lækjum, sem ekki leggur, en
68