Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 25
2. mynd.
Stór rafmoli, sem
fannst í Kaupmanna-
höfn 1681, Jtegar jtar
var unnið við varnar-
garða. Molinn er
geymdur í jarðfræði-
safninu (Mineralogisk
Museum). Hvílir á
aldagömlum silkipúða.
fram að byrjun 20. aldar. Þótti það
fínt og heilsusamlegt.
Á íslandi munu skartgripir úr rafi
(perlur) hafa þekkst á söguöld.
Fundarstaðir rafs
Hvar er rafs helst að leita? Það
finnst víða í heiminum, en „baltneska
rafið“ þykir bera af ('iðru og er mikið
af því í Eystrasaltslöndunum. Frægt
rafsafn er t. d. í Palanga á strönd Lit-
háen. Raf rekur oft á vesturströnd Jót-
lands og kalla Vesturjótar langvarandi
hvassviðri af hafi „rafstorm". Þegar
lægir, fara rafleitarmenn af stað og
ganga fjörurnar þegar út fellur að
safna rafmolunt er skolað liefur á
land. Æfðir menn eru fljótir að sjá
rafið, en byrjendur finna lítið og
hættir til að ganga fram hjá nýrekn-
um rafmolunum, sem olt eru gráir
og óálitlegir, líkir fjörusteinum en
auðvitað miklu léttari.
Fyrrum fundu menn oft hnefa-
stóra rafmola og dæmi er lil um
hnullung á stærð við fótbolta. Nú
er færra um fína drætti og margir um
hituna. Við Jótlandssíðu safnaði jtó
maður einn, ckki alls fyrir löngu, 10
kg af rafi á einni nóttu eftir rafstorm.
Reyndist fengurinn 8 þúsund danskra
króna virði. Til eru mörg góð raf-
söfn í einkaeign, en flestir selja þó
feng sinn jafnóðum.
Hið gamla Austur-Prússland er eilt-
hvert rafauðugasta svæðið við Eystra-
salt. Á Eystrasaltsströnd Litháens hafa
nýlega fundist 1—2 kg þungir rafmol-
ar. Er rafútskurður enn í lieiðri hafð-
ur þar í landi og víðar.
Raf finnst viðar en á sjávarströnd-
um. Fjöldi gripa úr rafi hefur t. d.
fundist í jörð í Danmörku, einkum
í mýrum, og einna mest í héruðunum
við Limafjörðinn. Virðist fyrrum hafa
verið safnað miklu af rafi, bæði við
strendur og vötn. Hefur Jtá gerð
skartmuna úr rafi og rafverslun ver-
ið mikilvægur atvinnuvegur t. a. m.
við sendnar strendur, þó ekki væri
þar gott undir bú að öðru leyti. Hafa
sum þorp haft góðar tekjur af rafi
19