Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 57
feður vora, eftir langan barning á tor-
sóttri Ieið til fyrirheitna landsins sem
þeir þráðu svo mjög að finna.
Þá korna hér loks spurningarnar og
svör Þorsteins:
1. spurning: Er ekki réttmætt að
slá því föstu, að alheimurinn hafi
alltaf verið til og rúmið sé óendan-
legt?
Svar: Þessi spurning yðar snertir
þau höfuðvandamál heimsmyndar-
innar, sem vísindamenn eru stöðugt
að glíma við. Ekkert fullnaðarsvar
er enn unnt að gefa við þessari spurn-
ingu og ekki víst, að nokkurn tímá
verði unnt að svara fyrri þætti henn
ar (hvort alheimurinn hafi alltaf ver-
ið til), ef átt er við það, hvort at-
burðarás megi rekja óendanlega langL
aftur á bak. Hinsvegar eru menn
sæmilega vongóðir um, að takast
rnegi að skera úr því, fyrr eða síðar,
hvort rúmið sé óendanlegt, því það er
háð því, hversu mikið magn efnis er
í tilteknu rúmi í alheiminum. Enn
sem kornið er, ríkir mikil óvissa um
efnismagn í geimnum, milli vetrar-
brauta. Persónidega hef ég tilhneig-
ingu til að líta svo á, að alheimurinn
sé takmarkaður, bæði í tíma og rúmi,
en þetta er aðeins persónuleg skoðun,
sem engin sönnun verður færð fyrir.
2. sp.: Teljið þér ekki margt benda
til að vetrarbrautin okkar sé eins og
óendanlega lítið kotríki í alheimi og
endurfæðist aftur með aðstoð þess
máttar, sem er og verður alvaldur?
Svar: Sú lýsing yðar að vetrarbraut-
in sé eins og „óendanlega lítið kot-
i íki“ í alheimi, er vissulega réttmæt.
Urn „endurfæðingu“ vetrarbrautar-
innar er minna hægt að segja; frá vís-
indalegu sjónarmiði virðast engar lík-
ur til að vetrarbrautin endurfæðist í
þeim skilningi, að hún erfi, frá fyrri
tilvist, einhver sérkenni, sem geri
kleift að greina hana frá öðrum vetr-
arbrautum.
3. sp.: Hafa ekki sést í bestu
stjörnukíkjum Ijósþokur, sem benda
ótvírætt til þess, að þar liafi fæðingar
átt sér stað?
Svar: Ef þér eigið við fæðingar
stjarna — myndun nýrra sólstjarna —
er svarið jákvætt; talið er víst, að
stjörnurnar séu að myndast í sumum
geimþokum, sem þekktar eru, og
margt bendir til, að vissar stjörnur,
er sýna breytilega birtu, séu mjög
nýlega myndaðar.
4. sp.: Hvað er efnismagn okkar
sólar mörgum sinnum meira en fylgi-
hnatta hennar samanlagt?
Svar: Efnismagn sólar (rnassi) er
743 sinnum meira en fylgihnatta
hennar samanlagt.
5. Sp.: Hvað er Síríus (hundur
Óríons) rnörg ljósár frá okkar sól?
Svar: Síríus er níu ljósár frá okkar
sól.
6. sp.: Hve mörg ljósár eru frá hon-
um til næstu sólar?
Svar: Mér sýnist fljótt á litið, að sú
stjarna (stjörnukerfi), sem næst er
Síríusi sé um fjögur ljósár þaðan.
Meðalfjarlægð milli stjarna í ná-
grenni sólar er um fimm ljósár. Nú
er Síríus tvístirni, og fylgistjarna
liennar (þ. e. aðalstjörnunnar) er hvít
dvergstjarna. Aðrir fylgihneltir (jarð-
stjörnur) hafa ekki fundist, en tilvist
slíkra lniatta í grennd við fáeinar aðr-
ar nálægar stjörnur er talin sönnuð
af smávægilegum hreyfingum þessara
stjarna. Þetta var þá jafnframt svar
við sjöundu spurningu.
51